fbpx
Fimmtudagur 30.mars 2023
Eyjan

Skúli Mogensen: „Ég mun aldrei geta fyrirgefið sjálfum mér“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 28. mars 2019 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég mun aldrei geta fyr­ir­gefið sjálf­um mér fyr­ir að hafa ekki gripið til aðgerða fyrr þar sem það er aug­ljóst að WOW var ótrú­legt flug­fé­lag og við vor­um á réttri leið að gera frá­bæra hluti aft­ur,“

Segir Skúli Mogensen í bréfi til starfsmanna í morgun þegar ljóst var að starfsemi félagsins yrði hætt.

Starfsfólk WOW er í öngum sínum samkvæmt heimildum Eyjunnar, þar sem bjartsýni ríkti eftir atburði gærdagsins.

Í bréfinu segist Skúli óska þess að meiri tími hefði verið til stefnu, hægt hefði verið að gera meira til að bjarga fyrirtækinu og segir hann starfsfólkið eiga skilið miklu meira:

„Mér þykir ákaf­lega leitt að setja ykk­ur í þessa stöðu,“

segir Skúli ennfremur og nefnir að hann muni ávallt verða þakklátur fyrir samvinnuna með sínu frábæra teymi og vonast til að afrek þeirra sem brautryðjenda í lágfluggjaldarrekstri og að byggja upp ótrúlegt vörumerki á mettíma, verði í minnum höfð.

Segir hann að það sé ekki lítið afrek, sem allir geti verið stoltir af.

Skúli þakkar einnig farþegum WOW air í gegnum tíðina fyrir að hafa staðið með félaginu, sem og samstarfsaðilum um allan heim og yfirvöldum.

„Öll reynd­um við okk­ar besta allt til enda.“

Í lokin segir Skúli:

„Síðast en ekki síst vil ég þakka ykk­ur, kæru vin­ir, fyr­ir ótrúlegasta ferðalag lífs míns. Við mun­um alltaf vera WOW og ég mun aldrei gleyma ykk­ur. Ég treysti því og vona að þið  gleymið aldrei anda WOW og hann verði með í för í ykk­ar næsta æv­in­týri.

Takk.“

 

Bréfið í heild sinni:

Dear Friends

I never ever thought it would come to this but we are forced to cease operations and return our Aircraft Operating Certificate. This is probably the hardest thing I have ever done but the reality is that we have run out of time and have unfortunately not been able to secure the funding of the company.

You have all worked so hard for so long and I am incredibly proud of all our achievements over the years and not least how the entire team has stood together this winter through the restructuring and getting us back into the Low Cost Airline mode that served us so well during our first years. We got the original WOW spirit back! I will never be able to forgive myself for not taking action sooner since it is evident that WOW was an amazing airline and we where on the right track to do great things again. I wish we had more time and could do more since all of you deserve so much better and I am deeply sorry to put you in this position. No matter what will be said I will always be grateful for working with such a fantastic team and I sincerely hope we can remember our achievements as we pioneered the Low Cost Long Haul Airline Industry and built an amazing brand in record time. This in itself is no small achievement that you should all be proud of.

I want to thank our passengers who stood by us from day one, our partners around the world and not least all relevant authorities. We all tried our best to the very end. Most of all I want to thank you my dear friends for the most amazing journey of my life time. We will always be WOW and I will never forget you. I hope and trust you will never forget the WOW spirit and will carry it with you to your next adventure. Thank you

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tólfta stýrivaxtahækkunin staðreynd

Tólfta stýrivaxtahækkunin staðreynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt