fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Eyjan

Nýtt merki Suðurnesjabæjar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. mars 2019 16:00

Mynd af heimasíðu Suðurnesjabæjar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafnið Suðurnesjabær varð hlutskarpast í könnun meðal íbúa sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs í desember og hlaut nafnið samþykki Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá og með 1. janúar 2019.

Bjarki Lúðvíksson, grafískur hönnuður hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu, var fenginn til til að hanna bæjarmerki fyrir sveitarfélagið. Er merkið byggt á tengslum bæjarins við hafið. Á því má sjá skip búið seglum bera við sjóndeildarhringinn. Samhverfan í línum skipsins og öldum hafsins undir vísa í sameininguna. Skipið sjálft er hvítt, en grunnliturinn blár, litur himins og hafs. Einnig eru til útfærslur með dökkum línum og ljósum bakgrunni þar sem aðstæður eða tilefni kalla á slíka útfærslu.

„Við erum hæstánægð með útkomuna,“ segir Magnús Stefánsson,  bæjarstjóri Suðurnesjabæjar um merkið. „Þetta er stílhreint merki með nútímalegum blæ en sker sig heldur ekki um of úr öðrum bæjarmerkjum og myndefnið er viðeigandi fyrir staðsetningu, atvinnuhætti og menningu Suðurnesjabæjar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening