fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Eyjan

Hanna Katrín segir heiminn kominn á hvolf: „You can’t make this shit up“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 11:42

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar sem á sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, er „gríðarlega“ ósátt við niðurstöður fundarins í morgun, þar sem Bergþór Ólason steig til hliðar og Jón Gunnarsson tekur við tímabundið. Tillagan um að hún yrði formaður var felld.

Hún segist þó ekki ósátt við formennskusætið, heldur að stjórnarflokkarnir séu að nýta sér þær „fordæmalausu“ aðstæður sem upp hafa komið í kjölfar málsins, líkt og Fréttablaðið hefur eftir henni:

Það er að myndast þessi nýi meiri­hluti, sem eru ríkis­stjórnar­flokkarnir, Mið­flokkur og þing­maðurinn sem situr utan flokka. Stjórnar­flokkarnir eru ein­fald­lega að ganga bak orða sinna um for­mennsku­skiptin og Sjálf­stæðis­flokkurinn hrifsar nú til sín for­mennsku í fjórðu nefndinni. Það er með miklum ó­líkindum, án þess að ég ætli að skipta mér af því hvernig hinum stjórnar­flokkunum tveimur líður í þessu sam­starfi, að þeir hafi að­eins sitt hvora for­mennskuna á móti þessum fjórum.“

Minnihlutinn í nefndinni lagði til að Hanna Katrín tæki við formennsku í nefndinni, en sú tillaga var felld af meirihlutanum. Einnig var felld tillaga meirihlutans að Hanna Katrín yrði fyrsti eða annar varaformaður.

Tillaga fráfarandi formanns, Bergþórs Ólasonar, um að Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, yrði formaður og Ari Trausti Guðmundsson, VG, varaformaður, var hinsvegar samþykkt.

Sjálfstæðisflokkurinn fer því með nefndarformennsku í fjórum fastanefndum þingsins af átta.

Sjá einnigBjörn Leví ósáttur:„Miðflokkurinn á ekki þetta sæti“

Heimurinn á hvolf

Hanna segir í stöðuuppfærslu á Facebook, á kjarnyrtri engilsaxnesku, að málið allt sé með ólíkindum og vísar í frétt mbl.is þar sem Bergþór Ólason sagði að honum litist illa á formennsku „til vinstri“:

„Nú er heimurinn kominn á hvolf. Þingmaður, sem í formennskutíð sinni styður tillögur Sjálfstæðisflokksins um fordæmalitlar skattahækkanir á íbúa Suðvesturhornsins vill ekki formanninn sem mótmælir þessum skattahækkunum – af því að hún er svo vinstrisinnuð. „You can’t make this shit up“ svo ég leyfi mér að sletta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi