fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Eiríkur er með 3 samsæriskenningar um Klaustursmálið: „Hvað af þessu er nú líklegast?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. janúar 2019 17:04

Eiríkur Rögnvaldsson, professor emeritus. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Rögnvaldsson, professor emeritus í íslenskri málfræði, hefur tekið saman þrjár mögulegar samsæriskenningar um Klaustursmálið. Segir hann á Facebook að nú keppist Miðflokksmenn við að  telja sjálfum sér og öðrum trú um að Klausturupptökurnar hafi verið vandlega undirbúnar og skipulagðar.

Svo virðist sem þingmenn Miðflokksins telji að um einhverskonar samsæri sé að baki upptökum Báru Halldórsdóttur á Klaustur Downtown Bar í lok nóvember í fyrra. Á upptökunum má heyra fjóra þingmenn Miðflokksins og tvo þingmenn, sem þá voru í Flokki fólksins, tala um ýmsar samstarfskonur sínar á þingi sem „kuntur“ og „tíkur“, ásamt fleiru. Þingmenn Miðflokksins fóru þess á leit við dómstóla að fara í gagnaöflun og vitnaleiðslur, en því var hafnað á tveimur dómsstigum. Var meðal annars farið á leit við Dómkirkjuna að afhenda upptökur úr öryggismyndavélum, en engar slíkar eru til staðar. Ekki liggur fyrir hvað þingmennirnir telja að hafi átt sér stað annað en að Bára hafi einfaldlega átt leið hjá og farið að taka upp samtal þeirra.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Skjáskot af vef RÚV.

Bergþór Ólason sagði meðal annars þetta í Kastljósviðtali í síðustu viku:

„Það skiptir máli því að þarna eru þessar upptökur og við teljum að þær segi töluvert aðra sögu…“

Hvaða sögu, að þetta hafi verið eitthvað samsæri?

„Við teljum ólíklegt að miðað við þær upplýsingar sem hafa borist til okkar…“

Hvaða upplýsingar?

„Ég get auðvitað ekkert farið í, því að málið er í farvegi annars vegar hjá Persónuvernd, þessari siðanefnd og hins vegar hjá dómstólum með öðrum hætti síðar.“

Þrjár kenningar

„Gefum því nú séns og athugum hverjir möguleikarnir eru,“ segir Eiríkur og birtir eftirfarandi samsæriskenningar:

Bára Halldórsdóttir. Mynd: DV/Hanna

1) Kona úti í bæ sem er fyrir tilviljun stödd á Klaustri ber kennsl á fyrrverandi forsætisráðherra og áttar sig á að hann er í hópi þingmanna, heyrir hann og samferðafólk hans viðhafa orðfæri sem henni blöskrar og setur upptöku af stað í gamla Samsung-símanum sínum.

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, DV/Hanna

2) Steingrímur J. gerir út sérlegan njósnara vopnaðan gömlum Samsung-síma sem fylgir Miðflokksmönnum eins og skugginn hvert sem þeir fara, í þeirri fullvissu að einhvern tíma komi að því að þeir fari að svívirða kollega sína – svona eins og allir gera einhvern tíma, að sögn Sigmundar.

3) Útsendari Steingríms er fyrir tilviljun á rölti á Austurvelli, sér Miðflokksmenn fara inn á Klaustur og hugsar með sér: „Þessir munu örugglega skandalísera. Best að elta þá inn og taka upp það sem þeir segja – og reyna í leiðinni að lauma ólyfjan í glasið hjá einhverjum þeirra.“

Spyr hann svo að lokum:

„Hvað af þessu er nú líklegast – og skást fyrir Miðflokksmenn, ef út í það er farið?“

Nokkur umræða skapaðist um málið í kjölfarið. Þar mætti meðal annars stuðningsmaður Miðflokksmanna sem sagði talsmátann óboðlegan en það réttlæti ekki þann „rottulega gjörning“ að taka það upp. Eiríkur benti viðkomandi á að það væri ekki umræðuefnið, það sem hann væri að velta upp væri hvernig þeir hugsa að þetta hafi gengið fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi