fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Oddný segir skýrsluna áfellisdóm sem lýsi „engu öðru en spillingu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. janúar 2019 14:00

Oddný G. Harðardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar um Fiskistofu vera „sláandi“.  Í henni kemur meðal annars fram að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla og brottkasti hafi verið ófullnægjandi. Skýrslan var unnin í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks um brottkast.

Oddný segir skýrsluna áfellisdóm sem leiði í ljós vanrækslu og segir hún vald útgerðarmanna yfir fiskveiðiauðlindinni vera spillingu:

„Er að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar um Fiskistofu. Það er sláandi lesning og í raun áfellisdómur yfir Fiskistofu og Sjávarútvegsráðuneytinu um leið. Skýrslan sýnir vítaverða vanrækslu af hálfu stjórnvalda og ofurvald útgerðarinnar yfir auðlind þjóðarinnar og eftirliti með sjálfri sér. Í skýrslunni segir m.a. þetta: „[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti] hefur gert margar atlögur að því að breyta regluverkinu í þeim tilgangi að eftirlit verði viðráðanlegt en ekki haft árangur sem erfiði. Fiskistofa hefur í flestum, ef ekki öllum tilvikum verið höfð með í ráðum og tillit tekið til eftirlitshlutverks stofnunarinnar í slíkri vinnu. En sú vinna sem hér er vísað til hefur lítinn árangur borið.“ Hver er það sem kemur í veg fyrir að ráðherra leggi frumvörpin fyrir þingið? Mér finnast völdin sem útgerðarmönnunum er leyft að hafa yfir meðferð á fiskveiðiauðlindinni og eftirliti lýsa engu öðru en spillingu. Þessu verður að breyta.“

Þá nefnir Oddný einnig annað dæmi úr skýrslunni, sem hún segir sýna fram á óhæði vegna fjölskyldu- og vinatengsla. Í skýrslunni segir:

„Samkvæmt upplýsingum Ríkisendurskoðunar eru auk þess mörg dæmi um að einungis einn hafnarstarfsmaður sinni vigtun hverju sinni og að hann sé þá oft bundinn við starfsstöð sína án þess að hafa tök á að gaumgæfa samsetningu og íshlutfall þess afla sem veginn er. Þá eru vigtarmenn oft tengdir viðskiptavinum hafnanna fjölskyldu- eða vinaböndum og erfitt getur reynst að tryggja óhæði þeirra í sýnd og reynd.“

Um þetta segir Oddný:

„Í sumum sveitarfélögum ráða útgerðarmenn því sem þeir vilja ráða, s.s. hvern sveitarstjórn ræður til starfa til hafnarinnar. Við eigum eftir að ræða skýrsluna í þinginu og fylgja því eftir að ráðherra vinni úr henni með frumvörpum, regluverki og fjármunum þannig að Fiskistofa geti sinnt eftirlitshlutverki sínu með skilvirkum hætti. Eða eins og segir í upphafi niðurstöðukaflans: „Sjávarútvegur er einn veigamesti og arðbærasti atvinnuvegur landsins og standa ríkir almannahagsmunir til þess að eftirlit með umgengni og nýtingu sjávarauðlindarinnar sé traust og í samræmi við lög.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“