Mánudagur 24.febrúar 2020
Eyjan

Lilja: „Það voru mín skilaboð“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir að orðaskipti sín og Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra aðeins vera á milli þeirra tveggja. Lilja segir að skilaboðin hefðu verið að hún væri ekki sátt við framkomu Gunnars er hann ræddi um hana á Klaustri.

„Eins og ég hef sagt þá er ég ekki sátt við þessa framkomu og það voru mín skilaboð. […] Það er bara mikilvægt að störf þingsins haldi áfram,“

segir Lilja í samtali við RÚV.

Sjá einnig: Hverju hvíslaði Lilja að Gunnari Braga?

Gunnar Bragi sneri aftur á þing í dag í kjölfar Klaustursmálsins, Lilja sagði í samtali við RÚV að það hefði komið sér að óvart þar sem hún hefði ekki vitað af endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Ólasonar. Vísir greinir frá því að formenn þingflokkanna hafi átt hálftíma fund vegna endurkomu þeirra.

Gunnar Bragi segir í samtali við Mbl að hann sitji á þingi fyrir þá sem hafi kosið hann þangað, ekki aðra. „Marg­ir hafa tekið vel á móti okk­ur en eðli­lega eru ekk­ert all­ir ánægðir með að fá okk­ur til baka. En við erum ekki á þingi fyr­ir þetta fólk. Við erum þar vegna þeirra sem kusu okk­ur á þing. Við erum á þingi til þess að vinna fyr­ir þá og það ætl­um við að gera,“ segir Gunnar Bragi.

Eyjan hefur ekki náð tali af Lilju eða Gunnari Braga. Þingmenn sem eiga sæti nálægt Gunnari Braga vilja ekki tjá sig um orðaskiptin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann