fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Lilja: „Það voru mín skilaboð“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir að orðaskipti sín og Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra aðeins vera á milli þeirra tveggja. Lilja segir að skilaboðin hefðu verið að hún væri ekki sátt við framkomu Gunnars er hann ræddi um hana á Klaustri.

„Eins og ég hef sagt þá er ég ekki sátt við þessa framkomu og það voru mín skilaboð. […] Það er bara mikilvægt að störf þingsins haldi áfram,“

segir Lilja í samtali við RÚV.

Sjá einnig: Hverju hvíslaði Lilja að Gunnari Braga?

Gunnar Bragi sneri aftur á þing í dag í kjölfar Klaustursmálsins, Lilja sagði í samtali við RÚV að það hefði komið sér að óvart þar sem hún hefði ekki vitað af endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Ólasonar. Vísir greinir frá því að formenn þingflokkanna hafi átt hálftíma fund vegna endurkomu þeirra.

Gunnar Bragi segir í samtali við Mbl að hann sitji á þingi fyrir þá sem hafi kosið hann þangað, ekki aðra. „Marg­ir hafa tekið vel á móti okk­ur en eðli­lega eru ekk­ert all­ir ánægðir með að fá okk­ur til baka. En við erum ekki á þingi fyr­ir þetta fólk. Við erum þar vegna þeirra sem kusu okk­ur á þing. Við erum á þingi til þess að vinna fyr­ir þá og það ætl­um við að gera,“ segir Gunnar Bragi.

Eyjan hefur ekki náð tali af Lilju eða Gunnari Braga. Þingmenn sem eiga sæti nálægt Gunnari Braga vilja ekki tjá sig um orðaskiptin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki