fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Gunnar Bragi fór í „blakkát“ á Klaustri – Þekkti ekki sjálfan sig og týndi fötunum

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins, segist ekki kannast við manninn sem lét þau orð falla sem hann gerði á Klaustur bar hið örlagaríka kvöld, 20. nóvember. Gunnar var staddur í viðtali við Lindu Blöndal í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var einnig í þættinum, þar sem þeir ræddu endurkomu sína á þing og Klaustursmálið.

„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá þeim tíma þegar ég kem inn á barinn og þar til einum og hálfum sólarhring síðar,“ segir Gunnar Bragi. „Ég ekki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar. Ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blakkát,“ algjört minnisleysi.“

Þá segir Gunnar að reiðin í röddinni hjá sér í upptökunum sé honum mikið áhyggjuefni og hefur hann því leitað sér aðstoðar. „Ég hef talað við vini og ættingja og það eru allir sammála um að þessi sem þarna talaði er einhver annar maður en sá sem við þekkjum venjulega. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður,“ segir Gunnar og kveðst hafa ekki bragðað á áfengi síðan 20. nóvember.

Bergþór tekur í sama streng og segir að hann hafi farið í viðtöl við áfengisráðgjafa í kjölfar kvöldsins á Klaustri. Segir hann að niðurstaða þess hafi leitt til að hann hafi farið í ótímabundið áfengisleyfi, en hann hyggst ekki fara í meðferð að svo stöddu. „Á meðan 600 manns eru á biðlista til að komast að í meðferð hjá SÁÁ, þá ætla ég ekki að fara í meðferð bara til þess að haka við einhver box,“ segir Bergþór.

„Það liggur fyrir að ég er í þessu bindindi og ef ég á í vandræðum með það, þá auðvitað verð ég að munstra mig beint í meðferð. Ég hef ekki verið í vandræðum með bindindið hingað til og sé ekki fram á að verði breyting þar á.“

Sjá má stiklu úr lengra viðtali þáttarins að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár