fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Eftirlauna„ósóminn“ var afnuminn 2009 – Kostnaður vegna hans nam 608 milljónum árið 2018

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 15:00

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin umdeildu eftirlaunalög, sem sett voru á í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar árið 2003, voru felld úr gildi árið 2009. Þau kváðu á um að fyrrverandi ráðherrar, sem setið höfðu lengi, gætu farið á eftirlaun við 55 ára aldur, auk þess sem eftirlaunaréttindi forseta Íslands, hæstaréttardómara, ráðherra og þingmanna voru mun meiri en hins almenna borgara.

Meðan að lögin voru í gildi þáðu þó margir greiðslur samkvæmt þeim og greinir Kjarninn frá því að samkvæmt svari Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi 185 fyrrverandi þingmenn eða varaþingmenn, þegið lífeyrisgreiðslur upp á 479 milljónir árið 2018 og fyrrum ráðherrar, sem þáðu alls 129 milljónir samkvæmt réttindum sem þeir áunnu sér milli áranna 2003 og 2009, voru alls 41 talsins.  Enginn þingmaður greiðir iðgjald til sjóðsins af föstu starfi á vegum hins opinbera, en fimm hafa nýlega greitt iðgjald vegna tilfallandi verkefna eða nefndarstarfa. Einn fyrrverandi ráðherra greiðir iðgjald vegna fasts starfs hjá hinu opinbera, en fær ekki full eftirlaun.

Þannig þáðu 226 einstaklingar alls 608 milljónir króna í lífeyrisgreiðslur árið 2018, sem byggðar voru á hinum umdeildu eftirlaunalögum Davíðs Oddssonar eða eldri laga um lífeyrissjóði alþingismanna og ráðherra.

Fyrirkomulagið nú er þannig að þingmenn og ráðherrar greiða í A-deild LSR og eru með samskonar réttindi og aðrir sjóðsfélagar.

Eftirlaunaósóminn

Þess má geta að samkvæmt frétt Stundarinnar frá 2017, þar sem var fjallað um Davíð Oddsson sem langlaunahæsta fjölmiðlamann Íslands, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar, kom í ljós að af þeim 3,93 milljónum sem Davíð fékk á mánuði árið 2016, voru 1,2 milljónir raknar til eftirlaunalaganna, sem kváðu á um, að laun fyrir ritstörf kæmu ekki til frádráttar eftirlauna.

Árið 2018 fjallaði Stundin um að Davíð fengi 1,6 milljónir á mánuði vegna eftirlaunalaganna. Þá hafi hann einnig þegið eftirlaun vegna setu sinnar sem seðlabankastjóri.

Í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, svaraði Davíð eigin spurningum um ýmis málefni á youtube, þar á meðal „eftirlaunaósómann“, líkt og lögin voru gjarnan kölluð. Aðspurður af sjálfum sér, hvort hann hefði sett lögin til að hækka eigin eftirlaun, svaraði Davíð:

„Þingið setti lögin og það var sérstök þingmannanefnd sem lagði frumvarpið að lögunum fram. Frumvarpið var borið fram af þingmönnum úr öllum flokkum. Þrír þeirra voru úr stjórnarandstöðunni og tveir úr stjórnarflokkunum þáverandi.“

Þess má geta að allir þingmenn stjórnarandstöðunnar, nema Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu, studdu ekki eftirlaunafrumvarpið.

Davíð sagði einnig, að frumvarpið myndi gagnast stjórnarandstöðunni mest, en sagan segir, að Davíð hafi sett ákvæðið um launahækkun flokksformanna inn í frumvarpið, til að tryggja þögn þeirra í öðrum málum:

„Þeir sem að svo nutu góðs af þessum lögum voru fyrst og fremst formenn stjórnarandstöðuflokkanna sem fengu þegar í stað 50 prósenta hækkun á sín laun en þeir sem nutu eftirlaunanna samkvæmt lögunum voru þeir ráðherrar sem urðu forsætisráðherrar, fyrir utan mig, Geir H. Haarde, Þorsteinn Pálsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Halldór heitinn Ásgrímsson.“

Davíð fær samkvæmt eftirlaunalögunum 80 prósent af launum forsætisráðherra í dag, sem er hærra en annarra fyrrverandi forsætisráðherra, sökum hversu lengi Davíð var í embættinu.

Davíð þáði þó ekki eftirlaun meðan hann sat sem seðlabankastjóri, en hann sagði við mbl.is árið 2005:

„Ég tel að ég sé það vel hald­inn í þessu starfi að ég þurfi ekk­ert að vera að bæta við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“