Mánudagur 24.febrúar 2020
Eyjan

Sakar Steingrím um „hefndarþorsta“ og pólitísk réttarhöld: „Hann tel­ur sig eiga harma að hefna“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. janúar 2019 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifar harðorða grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann hjólar duglega í forseta Alþingis, Steingrím J. Sigfússon, sem hann segir reyna að efna til „pólitískra réttarhalda“ í annað sinn, vegna Klaustursmálsins, hið fyrra væri landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde.

Ákveðið hefur verið að Klaustursmálið fari fyrir siðanefnd Alþingis, sem Sigmundur virðist ekki sáttur við og sakar Steingrím um annarleg markmið í sinn garð, sem hann segir tilraun þingforseta  til að svala hefndarþorsta sínum:

„En þrátt fyr­ir áhuga þing­for­seta á mál­inu virðist hann ekki hafa neinn áhuga á að rann­saka brotið, hvað þá að verja þá sem urðu fyr­ir því. Mark­miðin liggja í aug­um uppi og til­gang­ur­inn helg­ar meðalið. Lög og rétt­ur eiga að víkja í til­raun­um for­seta til að svala hefnd­arþorsta sín­um.“

Þá sakar hann einnig Steingrím um að sýna heiðarleikanum vanvirðingu:

„Hvernig er hægt að ætl­ast til þess að al­menn­ing­ur og dóm­stól­ar beri virðingu fyr­ir lög­un­um ef þeir sem setja lög­in líta hik­laust fram hjá þeim til að ná póli­tísk­um mark­miðum eða svala hefnd­arþorsta. Það er því ekki hægt að sætta sig við að þingið sjálft sýni lög­um, rétti, sann­girni og heiðarleika full­komna van­v­irðingu. Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt í ljósi þess sem gerðist eft­ir að fyrri áform þing­for­set­ans um aft­ur­virka laga­setn­ingu, til að af­nema eigið van­hæfi, runnu út í sand­inn.“

Persónuleg óvild

Sigmundur segir þingforseta gjarnan leitast við að vera forseta allra þingmanna, en það sé ekki tilfellið með Steingrím, sem hann segir að hafi lengi haft horn í síðu sinni:

„Marg­ir höfðu efa­semd­ir um að Stein­grím­ur J. Sig­fús­son væri heppi­leg­ur til að gegna slíku hlut­verki. Nú kýs hann að renna stoðum und­ir þær efa­semd­ir með af­ger­andi og sögu­leg­um hætti. Viðhorf Stein­gríms til mín er vel þekkt. Hann tel­ur sig eiga harma að hefna og leit­ast nú við að nýta stöðu sína í þeim til­gangi. Þó blas­ir við að ekk­ert af því sem ég sagði í einka­sam­tali sem tekið var upp með ólög­mæt­um hætti jafn­ast á við fjöl­margt sem þing­for­set­inn sjálf­ur hef­ur sagt og gert op­in­ber­lega að yf­ir­lögðu ráði.“

Sigmundur telur að rannsókn á málinu sé tilgangslaus, þar sem aðalpersónur Klaustursmálsins hafi þegar liðið „sálarkvalir“ vegna hegðunar sinnar og „þolað grimmi­legri refs­ingu en nokk­ur dóm­stóll myndi telja viðeig­andi“ :

„Ljóst er að siðanefnd Alþing­is hef­ur ekki dómsvald á sama hátt og lands­dóm­ur eða hæstirétt­ur. Hver gæti niðurstaða siðanefnd­ar­inn­ar orðið ef hún ákvæði að líta fram hjá hlut­verki sínu? E.t.v. sú að það hefði verið ósiðlegt að nota dóna­leg orð í einka­sam­tali. En það vita all­ir fyr­ir. Ekki hvað síst þeir sem það gerðu, eins og þeir hafa viður­kennt af­drátt­ar­laust og beðist fyr­ir­gefn­ing­ar á af ein­lægni. Fyr­ir at­vikið hafa þeir enda liðið sál­ar­kval­ir og þegar þolað grimmi­legri refs­ingu en nokk­ur dóm­stóll myndi telja viðeig­andi.

Í okk­ar sam­fé­lagi telst það ekki til glæps að hugsa ljót­ar hugs­an­ir, hugs­an­ir sem menn iðrast jafn­an, og ekki held­ur að missa út úr sér slík­ar hugs­an­ir í einka­sam­töl­um, hvort sem þær lýsa ein­lægri af­stöðu eða eru sagðar í hálf­kær­ingi, gríni, kald­hæðni eða til að ganga fram af öðrum.

Al­menn­ing­ur er full­fær um að meta hvað er siðlegt og hvað ekki og þarf ekki póli­tíska sér­fræðinga til að segja sér það. Afstaða slíkr­ar nefnd­ar, sem skipuð væri á póli­tísk­um for­send­um hefði því ekk­ert gildi og skipti engu máli.“

Steingrímur ætti að horfa í eigin barm

Þá segir Sigmundur að Steingrímur ætti frekar að horfa í eigin barm þegar kemur að hegðun sem varðar við siðanefnd og nefnir orð og handalögmál sem Steingrímur hafi haft uppi:

„Þing­for­set­inn naut sviðsljóss­ins þegar hann ákvað að biðjast af­sök­un­ar á tali sex þing­manna án þess að gera grein fyr­ir því á hverju hann væri að biðjast af­sök­un­ar hjá hverj­um um sig. Bet­ur hefði farið á að hann byrjaði á að biðjast af­sök­un­ar á því sem hann hafði sjálf­ur stöðu og til­efni til. Þing­for­set­inn hefði getað byrjað á að biðjast af­sök­un­ar á orðfæri sínu und­an­farna ára­tugi, á því að hafa lagt hend­ur á ráðherra í þingsal og reyna svo að koma sama manni í fang­elsi með póli­tísk­um rétt­ar­höld­um, á því að af­henda er­lend­um hrægamm­a­sjóðum ís­lensku bank­ana á sama tíma og þúsund­ir fjöl­skyldna misstu heim­ili sín, á því að hafa reynt að láta ís­lensk­an al­menn­ing taka á sig skuld­ir fall­inna einka­banka í and­stöðu við lög, á því að nýta ekki þau tæki­færi sem gáf­ust til að end­ur­reisa ís­lenskt efna­hags­líf en státa sig í staðinn af hrósi er­lendra fjár­mála­stofn­ana. Verði þing­for­set­inn kom­inn á skrið get­ur hann svo haldið áfram og beðist af­sök­un­ar á því sem hann hef­ur sagt og gert í gleðskap und­an­far­in ár, meðal ann­ars sem ráðherra.“

Vísar Sigmundur líklega til þessarar uppákomu:

Um hlutverk þingforseta segir Sigmundur síðan í lokin:

„Þing­for­set­inn hefði líka getað ákveðið að verja lög og rétt. Hann hefði getað hvatt þing­menn til að gæta í framtíðinni hófs í því hvernig þeir tala í einka­sam­töl­um og ekki síður op­in­ber­lega. Hann hefði getað sýnt að hann væri prinsippmaður. Hann hefði getað lyft sér yfir flokkapóli­tík og per­sónu­lega óvild í garð samþing­manna sinna. Hann hefði getað gætt sóma Alþing­is. En lík­lega var það aldrei raun­hæft.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings

Samkomulagi náð um útlínur kjarasamnings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“

Kolbrún segist hæfari en Stefán og er tilbúin að kæra – „Tel líkur á að ég hafi verið órétti beitt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks

Borgin hafnaði tilboði Eflingar: Segja Reykjavíkurborg hafa slegið á útrétta sáttahönd láglaunafólks
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga

Tekur við formennsku í Heimsráði kvenleiðtoga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná vopnum sínum í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann