fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Eyjan

Boðað til Klaustursfundar á Alþingi – Mæting Miðflokksmanna á huldu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 18:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðað hefur verið til opins fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á morgun, um skipan sendiherra. Verður fundurinn í beinni útsendingu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa boðað komu sína, en fjallað verður um þær upplýsingar sem fram komu í Klaustursupptökum Báru Halldórsdóttur, þar sem skipan sendiherra var rædd.

Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður, hafa ekki enn staðfest komu sína, en þeir voru einnig boðaðir á fundinn. Það staðfestir Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, við Fréttablaðið.

Þeir Miðflokksmenn staðfestu ekki heldur komu sína þegar fyrst var boðað til fundarins fyrir jól, en þá átti Guðlaugur Þór heldur ekki heimangengt þar sem hann var erlendis.

Eyjan greindi frá því að á Klaustursupptökunum heyrðist Gunnar Bragi tala um með hvaða hætti hann skipaði þá Árna Þór Sigurðsson og Geir H. Haarde sendiherra. Var skipan Árna til þess að beina athyglinni frá skipan Geirs og virtist Gunnar Bragi líta svo á að hann ætti greiða inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna skipunar Geirs, þar sem það þótti mikið hitamál vegna Landsdómsmálsins. Hafa allir hlutaðeigandi neitað fyrir þessa fléttu, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en Gunnar segir á upptökunum að hann hafi tryggt þögn Katrínar vegna skipan Geirs. Ekki kemur fram með hvaða hætti sú trygging fór fram, en Gunnar Bragi sagði daginn eftir að fréttin birtist um málið, að hann væri enn vongóður um að hljóta sendiherrastöðu, hann teldi sig geta orðið góðan sendiherra.

Síðar tók Guðlaugur Þór Þórðarson skýrt fram, að Gunnar Bragi yrði ekki sendiherra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði