fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Konur verða í miklum meirihluta í borgarstjórn

Egill Helgason
Mánudaginn 9. apríl 2018 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðuð er stofnun nýs kvennaframboðs fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Þetta er athyglisvert, það hljóta nefnilega að vera málefni og málefnaágreiningur sem ráða för fremur en óánægja með hlutfall kvenna í borgarstjórninni.

Því ef fer sem horfir verða konur í miklum meirihluta í borgarstjórn eftir kosningarnar í lok maí. Nú eru 8 konur i borgarstjórninni á móti 7 körlum. Í kosningunum mun borgarfulltrúum fjölga úr 15 í 23.

Gallup gerði könnun á fylgi flokka og var hún birt á RÚV í fyrradag.

 

 

Séu niðurstöðurnar bornar saman við framboðslista myndu 15 konur og 8 karlar verða í borgarstjórninni á næsta kjörtímabili. Fjöldi karlanna stendur nánast í stað, en konunum snarfjölgar. Þannig er útlit fyrir að verði 4 konur frá Samfylkingu, 4 frá Sjálfstæðisflokki, 3 frá Pírötum, 2 frá Vinstri grænum, 1 frá Viðreisn og 1 kona frá Miðflokki. Þetta getur auðvitað breyst eitthvað, en þó virðist ljóst að konur verða í talsverðum meirihluta í borgarstjórn eftir kosningarnar. Flokkur fólksins er næstur því að ná frambjóðanda inn, þar er lika kona í efsta sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum