fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Menntun kynjanna ólík eftir búsetu

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmur helmingur kvenna 25–64 ára var með háskólamenntun árið 2017 samanborið við rúmlega þriðjung karla á sama aldri. Ef litið er til búsetu voru 56% kvenna og 43% karla á höfuðborgarsvæðinu með háskólamenntun en 41% kvenna og 20% karla utan höfuðborgarsvæðisins. Þá voru 39% karla og 26% kvenna á höfuðborgarsvæðinu með starfs- og framhaldsmenntun en 47% karla og 29% kvenna utan höfuðborgarsvæðisins. Hlutfall karla og kvenna sem voru eingöngu með grunnmenntun var um helmingi hærra utan höfuðborgarsvæðisins en á því. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Atvinnuþátttaka kvenna var tæp 79% árið 2017, þátttaka karla var rúm 86%. Óleiðréttur launamunur kynjanna var 16% árið 2016 en rúm 14% hjá fullvinnandi launþegum. Konur eru nú 38% alþingismanna og 44% kjörinna sveitarstjórnarmanna en í mörgum öðrum áhrifastöðum er hlutur kvenna lægri. Af átta hæstaréttardómurum er ein kona en konur voru 43% héraðsdómara í árslok 2017. Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra fer eftir stærð fyrirtækis og var það 22% hjá fyrirtækjum með 1-49 starfsmenn en 10% í fyrirtækjum með 250 starfsmenn eða fleiri árið 2016. Hlutfall kvenna af stjórnarmönnum var frá 26%–39% eftir stærð fyrirtækis.

Hagstofa Íslands gefur út bæklinginn Konur og karlar á Íslandi 2018 í samstarfi við Jafnréttisstofu og velferðarráðuneytið. Í honum eru samanteknar upplýsingar sem gefa vísbendingar um stöðu kvenna og karla í samfélaginu. Þar eru tölur og myndrit um mannfjölda, fjölmiðla, menntun, vinnumarkað, laun og tekjur og áhrifastöður. Bæklingurinn er gefinn út á hverju ári bæði á íslensku og ensku.
Einnig hafa Lykiltölur um konur og karla verið uppfærðar. Þar er þó aðeins stiklað á stóru úr víðtækum kyngreindum gögnum Hagstofunnar, sem nálgast má á vef stofnunarinnar.

Konur og karlar á Íslandi 2018 – bæklingur

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?