fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Hefði ég fengið kosningaréttinn 16 ára

Egill Helgason
Föstudaginn 23. mars 2018 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er deilt um hvort lækka eigi kosningaaldur í 16 ár. Þetta þýðir í raun að hann færist niður í grunnskólann, því elstu börnin þar útskrifast úr tíunda bekk þegar þau eru orðin sextán ára. Til dæmis væri sonur minn einn þeirra sem fengi kosningarétt í vor ef frumvarpið yrði að lögum. Ég hef reyndar ekki orðið var við að hann hafi neinn áhuga á pólitík.

Bent er á alls kyns misræmi í þessu. Börn fermast þegar þau eru 13-14 ára, það er alveg viðtekinn siður. Þau aka bíl þegar þau eru 17 ára. Þau mega ekki kaupa sígarettur fyrr en þau eru 18 ára. Þá eru þau líka sjálfráða og mega giftast, þurfa ekki lengur að hlýða skipunum frá foreldrum. En þau mega ekki kaupa áfengi fyrr en þau eru 20 ára. Fulla skatta þurfa þau að borga þegar þau eru 16 ára.

Ég hef orðið var við að ýmsir sem eru orðnir fullorðnir eru að máta sig við þetta. Hvað hefðu þeir kosið þegar þeir voru 16 ára? Hvert voru þeir komnir i þroska?

Sjálfur hafði ég brennandi áhuga á stjórnmálum þegar ég var barn, í kringum tíu ára. Þekkti alla alþingismenn með nafni, hafði klippt út myndir af þeim úr kosningabæklingi og hélt ímyndaðar alþingiskosningar upp úr kattartungupakka. Já, þetta var nördalegt.

Stuttu síðar var ég búinn að missa allan áhuga á pólitík, þá komst ekkert annað að en íþróttir. Þannig var það öll árin í gagnfræðaskóla. Ég var meira og minna allan sólarhringinn við borðtennisborð, annað hvort í kjallara Hagaskóla, heima hjá mér eða í KR-heimilinu.

Um sextán ára fékk ég aftur áhuga á pólitík, hafði þá mjög vondar skoðanir um tíma. Las Karl Marx og Lenín. Það gekk þó aldrei svo langt að ég gengi í litlu kommúnistahópana sem þá störfuðu. En 16 ára hefði ég líklega kosið Fylkinguna. Þetta var frekar stutt tímabil. Átti ekki alveg við mig.

Þetta rjátlaðist semsagt sem betur fer fljótt af mér. Ég missti eiginlega alveg áhugann á stjórnmálum. Þá fékk maður kosningarétt tvítugur og Í fyrsta sinn sem ég mátti kjósa var í forsetakosningunum 1980. Á þeim tíma var svo mikill mótþrói í mér að ég kaus frambjóðandann sem mér fannst fáránlegastur.

Ég man eiginlega ekki hvað ég kaus árin eftir eða hvort ég fór yfirleitt á kjörstað. Tók varla eftir því hverjir voru í ríkisstjórn. Í blaðamennsku minni fjallaði ég aðallega um menningu. Það var ekki fyrr en undir þrítugt að ég fór aftur að fá áhuga á stjórnmálum, held ég aðallega vegna þess að ég datt í að fara að lesa ævisögur stjórnmálamanna.

Ég hef svo einsett mér að missa áhuga á stjórnmálum aftur fyrr eða síðar. Það er margt annað til í lífinu en pólitík.

 

16 ára unglingur í Keflavíkurgöngu 1976. Þetta er á Kópavogshálsi, þarna hafði verið gengið alla leiðina frá herstöðinni. Skömmu síðar missti ég áhugann á pólitík aftur. Að sumu leyti er ég þakklátur fyrir að ég hafði ekki kosningarétt þarna, hefði líklega kosið Fylkinguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn