fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Eyjan

Lungnalæknir gefur góð ráð fyrir loftmengandi áramót: „Vona að ís­lensk þjóð sýni lungna­sjúk­ling­um skiln­ing“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. desember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að um 600 tonn af flugeldum verði sprengd í loft upp um áramótin, með tilheyrandi loftmengun. Mörgum er enn í fersku minni mengunin á áramótunum í fyrra, sem varð til þess að einhverjir kölluðu eftir því að banna, eða draga úr, flugeldanotkun. Var sett Evrópumet í mengun í Kópavogi, þar sem sólarhringsmeðaltal svifryks mældist 394 míkrógrömm á rúmmetra, en viðmið Evrópusambandsins er 50 míkrógrömm á sólarhring.

Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, biður almenning um að sýna lungnasjúklingum skilning um áramótin í grein sinni í Morgunblaðinu í dag en hann óttast að svifryk geti orðið með mesta móti:

„Ég vona að ís­lensk þjóð sýni lungna­sjúk­ling­um skiln­ing varðandi flug­elda­meng­un um ára­mót og gæti hófs. All­ir eiga sama rétt á að vera á ferðinni um ára­mót­in,“

Segir Gunnar og gefur þeim sem viðkvæmir eru fyrir svifryki eftirfarandi ráð:

 

1. Halda sig inn­an­dyra á ára­mót­um og dag­ana þar í kring og hafa glugga lokaða. Hægt er að þétta glugga og hurðir með rök­um hand­klæðum

  1. Eiga næg­ar birgðir af lungna­lyfj­um og kanna í tíma að end­ur­nýja þau fyr­ir ára­mót­in.
  2. Ef vart verður mik­illa ein­kenna ætti að grípa til stutt­virkra berkju­víkk­andi lyfja eins og Ventol­in eða Bricanyl og nota nokkr­um sinn­um á dag ef að á þarf að halda. Aðra lyfjameðferð við önd­un­ar­færa­sjúk­dóm­um gæti hugs­an­lega þurft að auka tíma­bundið í sam­ráði við lækni.
  3. Ef óþæg­ind­in eru mjög mik­il er opið á bráðadeild Land­spít­al­ans all­an sól­ar­hring­inn og all­ir vel­komn­ir þangað að fá aðstoð ef á þarf að halda.“

Samkvæmt veðurspánni verður frost og heiðskýrt og 4 metrar á sekúndu á miðnætti á Gamlársdag, sem er líklega nóg til þess að blása menguninni burt, en veðurfræðingum ber þó ekki saman um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jaðarsetningin er hafin að fullu á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Jaðarsetningin er hafin að fullu á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungt högg fyrir Demókrata

Þungt högg fyrir Demókrata
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“