fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Tryggja öryggi sjúklinga gagnvart vafasömum flökkulæknum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. desember 2018 19:00

Endurskoðaður samningur gagnast sjúklingum og heilbrigðisstarfsfólki Ljósmyndari Scanpix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurskoðaður samningur Norrænu ráðherranefndarinnar eykur enn frekar öryggi sjúklinga gagnvart því að lenda í höndum vafasams heilbrigðisstarfsfólks sem ferðast til norrænu ríkjanna og milli þeirra án tilskilinna starfsréttinda og í versta falli með kvartanir frá sjúklingum og uppsagnir í farteskinu. Grænland og Færeyjar eru nú einnig með. Þetta segir í tilkynningu.

„Ég er ánægð með að norrænu ríkin undirriti nú þennan samning eftir margra ára viðræður. Nú er norrænt samstarf um umönnunar- og heilbrigðissamstarf styrkt umtalsvert og sömuleiðis er samstarf um eftirlit aukið,“

sagði sænski félagsmálaráðherrann og fulltrúi í Norrænu ráðherranefndinni um félags- og heilbrigðismál, Annika Strandhäll, þegar hún undirritaði samninginn ásamt sendiherrum Danmerkur, Noregs, Finnlands og Íslands þann 11. desember. Endurskoðað samkomulag eykur möguleika yfirvalda á Norðurlöndum til þess að miðla eftirlitsupplýsingum um tilteknar heilbrigðisstéttir þegar þær ferðast milli norrænu ríkjanna. Nánar tiltekið er skerpt á Arjeplogsamningnum þannig að hann samræmist tilskipun Evrópusambandsins um menntun og hæfi 2005/36/EB fyrir Grænland og Færeyjar.

Öryggi fyrir einstaka sjúklinga

Samningur um að skiptast á upplýsingum um þessa faghópa hefur verið til staðar síðan 1993 en hefur verið gagnrýndur fyrir að vera ekki nógu skilvirkur. Margir muna líklega eftir sögum af hættulegum flökkulæknum. Í Danmörku sagði DR árið 2016 til dæmis frá lækni sem í hefur flakkað milli starfa í Svíþjóð, Noregi og Danmörku með slóðina af kvörtunum, kærum og glötuðum læknaréttindum á eftir sér. Án þess að það stöðvaði hann. Samningurinn styður stjórnvöld við að koma í veg fyrir slíka atburði og þannig skapa raunverulegan virðisauka og öryggi fyrir einstaka sjúklinga.

Hreyfanleiki og öryggi sjúklinga verður að fylgjast að

„Norræna ráðherranefndin vinnur að frjálsri för heilbrigðisstarfsfólks og öryggi borgaranna með því að tryggja að hæft starfsfólk meðhöndli það þegar það veikist. Þessi samningur er gott dæmi um þetta,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Ísland eru þegar aðilar að samningnum. Og nú hafa Grænland og Færeyjar bæst við með sams konar aðild og hin Norðurlöndin fimm. Þau njóta nú sama ávinnings af því aukna öryggi fyrir sjúklinga sem samningurinn hefur í för með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“