fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Hin afskaplega ósamstæða stefna Gulu vestanna

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. desember 2018 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér getur að líta manifestó, nokkurs konar stefnuskrá, Gilets jaunes, Gulu vestanna. Maður heyrir nú víða, meðal annars á íslenskum samskiptamiðlum, að rétt sé að taka fram gulu vestin.

En vandinn í þessu er að margt í tillögunum passar illa saman. Þarna er til dæmis krafist stjórnarskrárbundins þak á skatta sem er 25 prósent. En um leið eru kröfur um stóraukin ríkisútgjöld. Til dæmis er heimtuð 40 prósenta hækkun grunneftirlauna og velferðargreiðslna.

Þess er krafist að mannaráðningar hjá hinu opinbera verði stórauknar til að bæta þjónustu ríkis og sveitarfélaga og að farið verði í gríðarlegar byggingaframkvæmdir til að skaffa húsnæði fyrir heimilislausa.

Um margt annað er fjallað þarna. Við sjáum kröfur um að brjóta upp fjármálastofnanir sem eru of stórar til að falla, um að aðskilja viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi. Og um að fella niður skuldir sem hefur verið stofnað til með okurvöxtum.

Þess er krafist að Frakkland segi sig úr Evrópusambandinu til að endurheimta „efnahagslegt, peningalegt og pólitískt“ sjálfstæði. Tekið verði upp kerfi þjóðaratkvæðagreiðslna til að ákveða mál. Öll einkavæðing verði stöðvuð.

Á sama tíma er heimtað að fjórum sinnum meira fjármagn verði lagt í löggæslu og þarna eru líka áform um að leggja til atlögu við fjölmiðla með því að brjóta upp einokun á því sviði, hætta opinberum stuðningi við fjölmiðla og stöðva það sem er kallaður „ritstjórnarlegur áróður“. Þannig eigi að tryggja að almenningur fái aðgang að fjölmiðlum og fjölbreyttar skoðanir komist að.

Hvað skólakerfið varðar er þess meðal annar krafist að öll „hugmyndafræði“ verði gerð útlæg – og einnig er þarna ákvæði um að sett verði í stjórnarskrá að ríkinu sé meinað að skipta sér af ákvörðunum borgaranna um menntun, heilsu og fjölskyldumál.

Það er talað um að banna plastflöskur og önnur mengandi efni en líka erfðabreytta ræktun. Um leið er þess krafist að Frakkland verði iðnvætt á nýjan leik – og innflutningur þannig minnkaður.

Í utanríkismálum er þess krafist að Frakkland segi sig úr Nató, taki ekki þátt í stríðsrekstri á erlendri grund, en um leið segir að virða skuli alþjóðasamninga sem Frakkland hefur gerst aðili að.

Um innflytjendamál segir að stöðva verði farandfók sem ekki er hægt að taka á móti eða laga að samfélaginu – í ljósi þeirrar miklu „kreppu siðmenningarinnar“ sem við séum að upplifa.

Þetta er semsagt úr ýmsum áttum. Sumt virkar eins og það sé komið frá ysta hægrinu, annað frá ysta vinstrinu og svo eru þarna merki um anarkisma. Sumt er eins og það komi frá Fimm stjörnu hreyfingunni á Ítalíu, annað úr munni Trumps. Getur sannarlega ekki talist sérlega heildstætt.

Það eina sem sameinar Gulu vestin er semsagt óbeit á kerfinu, á ríkandi ástandi. Macron hefur bakkað – innan þessarar ósamstæðu hreyfingar eru öfl sem vilja halda áfram og freista þess að fella hann og stjórn hans. Það er bæði styrkur og veikleiki Gulu vestanna að þau hafa engan leiðtoga. En hér er reyndar einn sem er alveg til í að taka forystuna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar