fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Frestur liðinn

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. desember 2018 08:46

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar:

Hinn 8. nóvember var kveðinn upp dómur í Hæstarétti, þar sem fallist var á kröfu Samherja um að fella niður stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands hafði lagt á fyrirtækið.

Í kjölfarið fóru háværar umræður um að seðlabankastjórinn hlyti að segja af sér embætti, þar sem hann hefði orðið uppvís af því að misfara með vald sitt. Forsætisráðherrann virtist fyrst telja að ekki væru nein efni til þess. Bankastjórinn hefði ekki brotið af sér af ásetningi! Hún virtist síðan hafa að einhverju leyti náð áttum, því hún kvaðst nú hafa sent bankaráði Seðlabankans bréf og óskað eftir greinargerð um málið. Var ráðinu veittur frestur til 7. desember til að skila ráðherranum greinargerðinni.

Í blaðagrein 14. nóvember fagnaði ég þessum sinnaskiptum sem virtust hafa orðið hjá ráðherranum, en gat mér þess til að þetta kynni bara að vera „leikur í stöðunni“ til þess að drepa málinu á dreif.

Nokkrir dagar eru nú liðnir fram yfir skilafrest bankaráðsins án þess að séð verði að ráðið hafi svarað. Þá er einna helst svo að sjá að þjóðin sé búin að gleyma málinu. Svona fara atvinnumenn að því að bíta af sér óþægileg mál. Það tekur ekki nema þrjár vikur!

Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt