fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Eyjan

Var þetta rothöggið fyrir Sigmund?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. desember 2018 21:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni var að takast að skapa sér vígstöðu, í dag leit eiginlega út fyrir að hann hefði möguleika á að sleppa undan eftirmálum Klaustursamsætisins. Að minnsta kosti hann og Anna Kolbrún, kannski ekki Bergþór og Gunnar Bragi. Málið var að fara í hefðbundnar pólitískar skotgrafir sem hefði hentað Miðflokknum afar vel. Það var komin í gang ákveðin samúðarbylgja í gang vegna hinnar látlausu umræðu.

En Lilja Alfreðsdóttir greiddi þessu stórt högg í viðtali í Kastljósi í kvöld. Eftir það finnst manni eins og vinna Sigmundar og hans fólks við að endurreisa mannorð sitt sé unnin fyrir gýg. Lilja er ekki stjórnmálakona sem er vön að fara fram með stórum yfirlýsingum eða gífuryrðum. En hún er ein þeirra sem var talað um með hvað ógeðfelldustum hætti á Klaustri. En hún er ekki hver sem er í augum þeirra í Miðflokknum. Það var Sigmundur Davíð sem kallaði hana inn í stjórnmálin, milli þeirra var pólitískt trúnaðarsamband, Miðflokksmenn virðast jafnvel hafa haldið að hún myndi koma með þeim í flokkinn – og samkvæmt fyllerístalinu þar virðast þeir hafa álitið annað svik.

Við erum líka að tala um brostna vináttu. Ég held ég sé ekki að ljóstra upp neinu sem ekki má þegar ég skýri frá því að fyrir rúmu ári hitti ég Lilju og Gunnar Braga þar sem þau komu út af Mokka. Í samdrykkjunni er þetta uppáhaldskaffihús Lilju einmitt nefnt á nafn. Þau voru bæði glöð í bragði, maður sá ekki betur en að gott vinarþel væri á milli þeirra. Samt held ég örugglega að þau hafi verið komin hvort í sinn flokkinn á þessum tíma.

Það er því skiljanlegt að Lilja hafi verið harðorð í viðtalinu í Kastljósi. Hún segir að hún upplifi Klaustursamtölin sem ofbeldi. „Þeir eru ofbeldismenn,“ segir hún. Segir líka frá því að enginn gömlu félaganna hafi hringt í hana. Hún gagnrýnir hvernig þeir reyna að drepa málinu á dreif.

„Það er eins þeir átti sig ekki á al­var­leika máls­ins. Sterk­ur ein­stak­ling­ur hefði iðrast, borið ábyrgð á því sem hann hefði sagt. Gengið fram af meiri mynd­ug­leika. Þetta halda áfram að vera von­brigði og mér finnst það eiga að vera skýrt að þeir geta ekki haft dag­skrár­valdið með því að koma fram og dreifa ábyrgðinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Særindi og drama í Pírötum – „Vanþakklæti og vantraust eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann“

Særindi og drama í Pírötum – „Vanþakklæti og vantraust eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði