fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Farsímanotkun nemenda í Öldutúnsskóla bönnuð: „Erum sannfærð um að þetta skili sér í betri skólabrag“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. desember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldutúnsskóli í Hafnarfirði hefur ákveðið að banna nemendum að nota farsíma á skólatíma. Tekur bannið gildi frá og með 1. janúar á næsta ári.

Valdimar Víðisson skólastjóri, segir að símanotkun sé orðið að vandamáli hjá nemendum:

„Við þurfum aðeins að staldra við og skoða á hvaða vegferð við erum varðandi samskipti. Aðgengi að börnum er orðið með þeim hætti að sumir foreldrar hafa samband við börnin sín á skólatíma í farsíma barnanna, jafnvel á meðan börnin eru í tíma. Við ætlum í þetta verkefni með foreldrum og nemendum. Erum sannfærð um að þetta skili sér í betri skólabrag.“

Bannið er nokkuð víðtækt, ekki má nota síma fyrir fyrstu kennslustund, í frímínútum, hádegishlé eða á leið í eða úr kennslustundum. Þá er notkunin einnig bönnuð eftir síðustu kennslustund sem og í frístundarheimili. Þurfi foreldrar að ná í börn sín á skólatíma, geri þau það í gegnum skólaskrifstofuna. Svona líkt og gert var fyrir tíma farsíma.

Valdimar segist ekki hafa fengið mikla gagnrýni frá foreldrum vegna bannsins, en símar hafi sannarlega vandamál í skólanum:

„Vandamálin hafa verið að aukast. Aðgengi að börnum er orðið of mikið. Foreldrar eru jafnvel að hafa samband við börnin sín á skólatíma í gegnum farsímann þeirra og börn að hafa samband við foreldra. Einnig hafa verið vandamál varðandi samskipti og samfélagsmiðla,“

segir Valdimar, en enginn vafi leikur á um lögmæti bannsins:

„Okkur er heimilt að banna síma í skólum en ekki heimilt að taka símana af börnum. En við getum auðvitað bannað notkun þeirra á skólatíma.“

Reglurnar í Öldutúnsskóla:

Frá og með 1. janúar 2019 verður óheimilt að nota farsíma á skólatíma nemenda. Þetta þýðir að ekki má nota síma fyrir fyrstu kennslustund dagsins, í frímínútum, hádegishléi, á leið í eða úr íþróttum, í kennslustundum, eftir síðustu kennslustund og í frístundaheimilinu.

Ef nemendur koma með farsíma í skólann á að vera slökkt á þeim og þeir ofan í tösku eða í læstum skáp nemenda (á við unglingadeild).

Ef foreldrar þurfa að ná sambandi við börnin sín á skólatíma á að gera það í gegnum skrifstofu skólans. Foreldrar barna í frístundaheimili eiga að hafa samband við frístundaheimilið ef það þarf að koma einhverjum skilaboðum til barnanna.

Nemendur hafa aðgang að snjalltækjum í skólanum á skólatíma og eiga því ekki að nota eigin snjalltæki í skólann. Nemendur á öllum stigum geta nýtt spjaldtölvur í námi.

Þessi regla hefur verið í gildi og því er engin breyting á skólareglum. Þar segir að nemendur eigi ekki að koma með óþarfa hluti í skólann. Það hefur verið litið framhjá þessu undanfarin ár varðandi unglingana því þeir hafa stundum fengið að nýta símana í námi. Nú þarf það ekki lengur með tilkomu spjaldtölva.

Brjóti nemendur þessa reglu varðandi símana verður það unnið skv. agaferli skólans.

Við óskum eftir góðu samstarfi við heimili vegna þessara breytinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður