fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Eyjan

Boðað til mótmæla á Austurvelli á Fullveldisdaginn – Alþingi með opið hús á sama tíma

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. nóvember 2018 16:51

Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Boðað er til fundar almennings á Austurvelli  1. desember klukkan 14:00 í tilefni af þeim yfirgengilegu fordómum og mannfyrirlitningu sem hópur þingmanna hafði frammi á fundi sínum á Klausturbarnum í Templarasundi. Almenningur á Íslandi lætur ekki bjóða sér svona talsmáta og viðhorf meðal þingmanna eða annarra starfsmanna sinna,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum mótmæla við Austurvöll á Fullveldisdaginn.

Yfirskrift mótmælana er „Fullveldi fjöldans – ekki aðeins hinna fáu“ og meðal ræðufólks á fundinum eru: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar,  Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður, Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir drusla, Natalie Gunnarsdóttir tónlistarkona, Þóra Kristín Þórsdóttir forynja kvennahreyfingarinnar, Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi, Unnsteinn Jóhannssson, varaformaður S78, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar og Sandra Kristín frá femínistafélagi Háskóla Íslands.

„Við erum öll jöfn og eigum að njóta sömu réttinda og virðingar. Íslendingar fengu ekki fullveldi til að byggja upp samfélag ójafnaðar, þar sem aðeins örfáir karlar, sem tilheyra peninga- og valdastéttinni, drottna yfir öðru fólki, hrakyrða það og hæða. Almenningur kemur saman á Austurvelli 1. desember til að minna á að það er fólkið í landinu sem hefur hið endanlega vald. Ef yfirvöld og þingmenn ganga fram af almenningi verða þeir að víkja. Allur almenningur er hvattur til að mæta á Austurvöll á fullveldisdaginn, laugardaginn 1. desember 2018 klukkan 14:00, og minna ráðamenn á að ef þeir virða ekki landsmenn hafa landsmenn ekkert gagn af þeim lengur. Almenningur krefst þess að þingið grafi ekki undan samfélaginu með fordómum og illmælgi. Fundurinn er friðsöm mótmæli og barnvæn. Munum að hlusta á hvert annað og sína hvert öðru virðingu. Að fundi loknum verða Alþingi afhentar yfirlýsingar og kröfur ræðumanna og þeirra hagsmuna samtaka og aðila sem koma að mótmælafundinum,“

segir í tilkynningu.

Alþingishúsið verður opið almenningi milli klukkan 13.30 – 18 samkvæmt auglýstri dagskrá. Samkvæmt starfsmanni Alþingis hafa engar ráðstafanir verið gerðar sérstaklega til að bregðast við mótmælunum. Hinsvegar séu menn meðvitaðir um þau og séu í góðu sambandi við lögreglu. Hún sé þó vissulega þunnskipuð, ekki síst vegna þess fjölda viðburða sem eru á dagskránni um daginn.

Margrét Danadrottning meðal gesta

Fullveldishátíðin verður sett fyrir framan Stjórnarráðshúsið laugardaginn 1. desember kl. 13:00 og mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, setja hátíðina þar sem haldin verða stutt ávörp í bland við tónlistarflutning. Meðal gesta við setningarathöfnina verða Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Margrét II. Danadrottning og Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.

Ríkisstjórn Íslands efnir til fullveldishátíðar í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan Ísland öðlaðist fullveldi. Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna tekur virkan þátt í athöfninni og munu tveir fulltrúar ráðsins ávarpa viðstadda, þau Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Mathias Bragi Ölvisson. Þá mun Jelena Ćirić tónlistarkona flytja ávarp.

Söngfólk ásamt blásarasveit annast tónlistarflutning við athöfnina. Tónlistarstjóri er Samúel Jón Samúelsson. Kórarnir sem fram koma eru Hinsegin kórinn, Skólakór Kársness, Kvennakórinn Katla, Múltíkúltíkórinn, Söngfélagið, Karlakór Kjalnesinga, Ekkó kórinn og Léttsveitin, ásamt tveimur söngvurum sem syngja á íslensku táknmáli. Setningarathöfnin verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV.

Lokanir vegna fullveldishátíðar 1. desember

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar
Eyjan
Í gær

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið