fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Eyjan

Björn Bjarna: „Með því að vísa þessu hneyksli til nefnda er því drepið á dreif“ – „Mikilvægt að farið sé eftir almennum reglum“ segir Hannes

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. nóvember 2018 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands, segir um Klausturfundinn að þingmennirnir sem í hlut áttu, þurfi að eiga málið við kjósendur sína, en ekki okkur „hin“. Mikilvægt sé að fara eftir almennum reglum. Segist hann taka undir orð Björns Bjarnasonar, sem sagði á heimasíðu sinni í dag að hneykslinu sé drepið á dreif með því að vísa því í nefnd:

„Stefnt er að því að ræða málið í forsætisnefnd alþingis mánudaginn 3. desember. Þá vill Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, virkja siðanefnd alþingis. Þetta eru kerfisleg viðbrögð. Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, almennings, bregðist þeir trausti þeirra eiga þeir að víkja. Með því að vísa þessu hneyksli til nefnda er því drepið á dreif.“

Hannes segist sammála Birni um að sexmenningarnir eigi málið helst við sína kjósendur. Hann vill fara þó fara eftir almennum reglum, ekki stundargeðshræringu og þylur upp nokkur stærstu hneykslismál Alþingis í gegnum tíðina og spyr hvort siðanefnd Alþingis hefði átt að skerast í leikinn þegar Steingrímur J. Sigfússon kallaði Davíð Oddsson gungu og druslu, árið 2004:

„Björn Bjarnason hefur rétt fyrir sér: Þingmennirnir eiga þetta mál umfram allt við kjósendur sína, ekki okkur hin. Og það er mikilvægt, að farið sé eftir almennum reglum, en ekki stundargeðshræringu, um þingmenn. Átti að siða Jón Þorláksson til, þegar hann efaðist eitt sinn í þingræðu um geðheilbrigði Jónasar Jónssonar frá Hriflu? Eða þegar kommúnistar helltu svívirðingum yfir Stefán Jóhann Stefánsson í tengslum við aðildina að Atlantshafsbandalaginu? Eða þegar Steingrímur J. Sigfússon kallaði Davíð Oddsson „druslu“ og slengdi hendinni í Geir H. Haarde? En auðvitað eiga mennirnir að skammast sín fyrir svigurmælin, enda hygg ég, að þeir geri það. Þeir voru sjálfum sér verstir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: SA reyna að slá ryki í augu fólks – skammast sín samt pínulítið

Orðið á götunni: SA reyna að slá ryki í augu fólks – skammast sín samt pínulítið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?