fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Inga Sæland vill að Karl og Ólafur segi af sér – Hitafundi hjá Flokki fólksins lokið


Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitafundi hjá stjórn Flokks fólksins er nú lokið með ályktun þess efni að þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eigi að segja af sér þingmennsku. Þingmennirnir hafa andmælarétt gegn tillögunni og eiga að mæta til fundar á morgun.

Rétt í í þessu tjáðu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi, þegar þær gengu af stjórnarfundi að ákvörðun hefði verið tekin um að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason ættu að segja af sér þingmennsku fyrir flokkinn. Hálftíma áður höfðu bæði Ólafur og Karl farið af fundinum. Sögðu þeir þá við DV að ekki hefði verið tekin ákvörðun um stöðu þeirra í flokknum en það yrði gert í fyrramálið. Annar fundur verður haldinn klukkan tvö á morgun og verður þeim gefinn kostur á að andmæla ákvörðun stjórnar.

Á leyniupptöku af samsæti þeirra og nokkurra þingmanna Miðflokksins heyrist  Karl Gauti Hjaltason segja: „Ólafur er örugglega sammála mér að Inga Sæland getur þetta ekki.“ Ólafur Ísleifsson hreyfir þar engum mótmælum.

Á öðrum stað í upptökunni virðist Ólafur Ísleifsson vera með orðaleik þar sem hann kallar Ingu Sæland kuntu.

Þingmennirnir yfirgáfu stjórnarfund flokksins sem haldinn var vegna málsins áður en honum lauk. Blaðamaður DV hitti þá fyrir utan húsnæði flokksins í Hamraborg. Þar kváðust þeir ekki ætla að segja af sér. Karl sagðist hafa beðist afsökunar á framkomu sinni. Þingmennirnir neituðu því að þeir hygðust ganga í Miðflokkinn eins og ætla hefði mátt á tali manna á upptökunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp