fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Eyjan

Halldóra segir „ótrúlega marga þingmenn“ hrædda við óháða siðanefnd: „Auðvitað erum við ekkert að leggja manninn í einelti“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir ótrúlega marga þingmenn hrædda við að óháð siðanefnd taki akstursmál Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, til skoðunar þar niðurstaðan gæti haft áhrif á þá sjálfa. Ásmundur sagði í morgun að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, væri að leggja sig í einelti. Ámundur var í gær hreinsaður af ásökunum um að hafa brotið siðareglur af forsætisnefnd þingsins.

Sjá einnig: Ásmundur segir Björn Leví veikan:„Hann sem grét nú í púlti yfir eineltinu, það er hann sem er með mig í einelti“

Píratar vilja fara lengra með málið og sagði Halldóra í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun að hún gæti ekki svarað fyrir Björn Leví en hún vísaði því alfarið á bug að hann eða aðrir þingmenn Pírata væru að leggja Ásmund í einelti. „Auðvitað erum við ekkert að leggja manninn í einelti. Ekki frekar heldur en neinn annan, en Píratar eru inn á þingi í þeim tilgangi að láta fólk sæta ábyrgð fyrir gjörðir sínar,“ sagði Halldóra. „Þarna kom mjög greinilega í ljós á sínum tíma þá neitaði Ásmundur að fara að nota bílaleigubíl og hélt áfram að senda inn reikninga af sínum eigin bíl. Þetta er eitthvað sem við sjáum sem hreint brot á siðareglum og forsætisnefnd tók þá ákvörðun í gær að kollegar Ása gætu bara tekið þá ákvörðun um að það væri ekkert brot á siðareglunum.“

Halldóra sagði að forsætisnefnd hefði átt að senda málið til óháðrar siðanefndar. „Siðanefndin er einmitt til staðar til þess að taka svona af þingmönnum. Þarna er glatað tækifæri.“

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, hafnaði því að leyfa óháðum aðila að skoða Braggamálið, þess í stað var það sent til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Aðspurð hvort Píratar séu ekki komnir í mótsögn við sjálfa sig sagði Halldóra: „Þá erum við að ganga út frá því að Ríkisendurskoðun sé ekki óháð, sem hún svo sannarlega séð.“

Hvers vegna gerðuð þið það ekki í Braggamálinu?

„Það var gert. Ríkisendurskoðun er óháður aðili. Siðanefnd er óháður aðili. Frekar en fólk sem vinnur með Ásmundi Friðrikssyni. Því þetta snýst í raun um það hvort einhverjir þingmenn hefðu brotið siðareglur.“

Halldóra segir málið ekki snúast um hvað Ásmundur keyrði mikið eða hvort hann hafi brotið lög, spurningin snúist um hvort hann hafi brotið siðareglur. „Forsætisnefndin tók mjög furðulega ákvörðun þar sem þeir bæði komust að niðurstöðu um að Ási hafi ekki brotið siðareglur og á sama tíma vísuðu málinu frá. Þetta er miklu flóknara en eitthvað sem ég get tekið í stuttri umræðu. Við hefðum viljað að óháður aðili eins og siðanefnd hefði tekið þetta mál og skoðað það. Ég held að það séu ótrúlega margir þingmenn hræddir við það af því að við vorum ekki bara að fókusera á Ásmund Friðriks, við vorum að fókusera á alla þingmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn