fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Smári vill lækka laun þingmanna og ráðherra um helming – Ástæðan er einföld að hans mati

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 11:27

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og formaður framkvæmdastjórnar flokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Með því að lækka laun þingmanna og ráðherra um helming munum við síður laða spillt fólk og sjálfshyglið inn í þingsali,“ segir Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins.

Gunnar Smári fer á Facebook-síðu sinni yfir launaþróun þingmanna á undanförnum árum og áratugum og setur hana í samhengi við launaþróun lægstu launa. Ef marka má útreikninga Gunnars hefur þingfararkaup hækkað margfalt á við lægstu laun undanfarna áratugi.

„1981 var þingfararkaup 452 þús. kr. á núvirði á sama tíma og lægstu taxtar verkafólks voru 230 þús. kr. á núvirði. Þingmaður hafði þá 1,96 laun verkafólks. 1992 hafði þingfararkaupið hækkað í 498 þús. kr. en verkamannalaunin lækkað í 212 þús. kr. Þingmaður hafði þá 2,35 verkamannalaun.“

Gunnar Smári segir að laun þingmanna hafi hækkað mikið árið 1992, farið í 683 þúsund krónur á mánuði og verið 3,22 sinnum hærri en lægstu laun verkafólks.

„Í dag er þingfararkaupið 1.101 þús. kr. á meðan lægstu taxtar verkafólks eru um 266 þús. kr. Laun þingmanna eru því 4,14 laun verkafólks. Frá 1981 hefur laun verkafólks hækkað um 16 prósent en laun þingmanna um 144 prósent. Munið þið eftir þjóðfundinum þar sem þetta var ákveðið? Nei, hækkun á launum þingmanna var ákveðin í bakherbergjum, fjarri almennri samfélagsumræðu, án samráðs við ykkur,“ segir Gunnar Smári sem heldur samanburðinum áfram.

„1981 var forsætisráðherra með 907 þús. kr. á mánuði. Í dag eru laun hans 2.022 þús. kr., hefur hækkað um 123 prósent að raunvirði. Á tímum nýfrjálshyggjunnar, sem einkennist af ráni hinna betur settu, hækkuðu laun þingmanna því um 575 þús. kr. á mánuði umfram hlutfallslega hækkun launa verkafólks og laun forsætisráðherra um 970 þús. kr. á mánuði umfram hlutfallslega hækkun launa verkafólks.“

Gunnar spyr hvort þetta hafi skilað sér í betra þingi? Svar hans er nei og segir hann að há laun hafi dregið verra fólk að þingstörfum en þegar laun þingmanna voru ágæt millistéttarlaun – yfirkennaralaun en ekki forstjóralaun.

Gunnar endar færsluna á þessum orðum:

„Með því að lækka laun þingmanna og ráðherra um helming munum við síður laða spillt fólk og sjálfshyglið inn í þingsali. Þannig er kerfið í flestum löndum í okkar heimshluta, stjórnmál eru fyrir fólk sem vill láta gott af sér leiða en ekki fyrir fólk sem sækist eftir góðum launum og niðurgreiddum kostnaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“