fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Eyjan

Versti vegur Íslands nær ekki athygli þingmanna kjördæmisins – Kvíðin börn í skólabílnum kasta reglulega upp vegna hristings

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 2. nóvember 2018 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar við þjóðveg 711, Vatnsnesveg í Húnaþingi vestra, eru orðnir langþreyttir á því ástandi sem slæmur vegurinn hefur haft á byggðina. Börn í skólaakstri kasta reglulega upp vegna hristings og upplifa kvíða vegna ferða um veginn.

Vegurinn liggur meðfram Vatnsnesiu og er Hvammstangi nálægasti byggðarkjarninn.

Sjá nánar: Vegurinn svo slæmur að börnin kasta upp í skólaakstri og upplifa kvíða:„Má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál“

Lítill áhugi frá þingmönnum kjördæmisins

Íbúar við veginn héldu sinn annan fund um málið í fyrradag þar sem undirbúinn var fundur með samgönguráðherra, fulltrúum vegagerðarinnar, sveitastjórn Húnaþings vestra og öðrum hlutaðeigandi, sem áætlaður er þann 14. nóvember.

Í ályktun um helstu niðurstöður fundarins segir:

 „Engin viðbrögð þingmanna kjördæmisins við ályktun fyrri fundar vekja athygli og undrun fundarmanna. Eins hefði verið ánægjulegt að sjá meiri viðbrögð ferðaþjónustuaðila og félagasamtaka í heimabyggð.“

Þá er sagt að vegurinn sé ennþá afleitur þrátt fyrir heflun, en hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund á hluta vegarins og engar úrbætur hafa verið gerðar.

Fram kom í máli fundarmanna að þeir hafi á ferðum sínum um landið í sumar hvergi séð veg sem er nærri eins lélegur og þjóðvegur 711. Eins kom fram að miklu hreinni ofaníburður virðist tíðkast annars staðar en í Húnaþingi vestra.

Viðhaldskostnaður bíla meiri á svæðinu

Þjóðvegur 711 er einnig sagður miklu fjölfarnari en sambærilegir vegir á Íslandi og eins kom fram að hlutfall malarvega er mjög hátt á þessu svæði í samanburði við önnur. Þrátt fyrir það hafi þeir verið vanræktir árum saman og séu þess vegna orðnir ónýtir, eða þar um bil.

„Á árum áður var þjóðvegur 711 oft þokkalegur en eftir gríðarlega fjölgun ferðamanna sem heimsækja svæðið er vegurinn orðinn afleitur allt árið, enda viðhald lítið sem ekkert.Fram kom hjá bílaviðgerðarmanni sem var á fundinum að viðhaldskostnaður bíla á svæðinu hefur hækkað mjög mikið á síðustu árum og bremsubúnaður, höggdeyfar og aðrir slitfletir endast eingöngu í stuttan tíma miðað við eðlilegt ástand. Þetta kemur ekki síst niður á þeim sem aka til og frá vinnu, skólabílum, póstbíl og öðrum þjónustuaðilum.“

Þá eru börn ennþá sögð kasta upp á ferðum sínum í skólaakstri vegna hristings og þess ekki sagt langt að bíða þangað til foreldrar hætti að senda börnin í skólann:

„Sú ráðstöfun yrði þá á ábyrgð stjórnvalda.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja