Fimmtudagur 05.desember 2019
Eyjan

Björn Leví sakar Ásmund um fjársvik: „Enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt … fyrr en núna“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. október 2018 10:51

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn endurteknu erindi til Forsætisnefndar, um að rannsaka þurfi allar endurgreiðslur Alþingis og sérstaklega til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna aksturskostnaðar hans. Eins og fjallað var um í byrjun árs fékk Ásmundur endurgreiddar 4,6 milljónir frá Alþingi vegna aksturs á eigin bíl, sem var langhæsta endurgreiðslan.

Síðasta erindi Björns um málið var vísað frá á þeim forsendum að enginn einstaklingur hefði verið tilgreindur. Fer Björn Leví því fram á rannsókn á öllum endurgreiðslum Alþingis:

„Ég var að skila inn endurteknu erindi til Forsætisnefndar þar sem síðasta erindi mínu var vísað frá á þeim forsendum að enginn hefði verið tilgreindur (lesist, ekki verið að ásaka Ásmund um neitt). Ég endurtek erindi mitt um að það þurfi að rannsaka allar endurgreiðslufærslur vegna orða skrifstofustjóra Alþingis sem sagði: „Skrifstofa Alþingis hefur ekki talið það vera í verkahring sínum að leggja mat á það hvort þingmaður á erindi á fund sem hann er til dæmis boðaður á eða hvort rétt hafi verið að hann boðaði til fundar. Slíkt verður að vera í höndum þingmannsins sjálfs.“

Véfengir endurgreiðslur vegna funda

Þá biður Björn Leví um að endurgreiðslur til Ásmundar vegna fundarhalda verði rannsakaðar sérstaklega:

„Að auki, af því að síðasta erindi var vísað frá, þá bið ég sérstaklega um að endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar verði sérstaklega rannsakaðar. Til þess að vera viss um að rannsókn á amk. einum þingmanni eigi sér stað. Ástæðan fyrir því að ég bendi á Ásmund? Tvær ástæður, til að byrja með af því að hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og véfengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður.“

Ósannar ásakanir – Þar til nú

Þann 10. okt sl. sagði Ásmundur Friðriksson:

„[Píratar] er fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu — og þau þurfa ekki að standa neinum reikningsskil.“

Þetta segir Björn Leví að sé ekki satt:

„Vissulega hefur verið talað um að rangar skráningar í akstursdagbók geti talist fjársvik (https://www.frettabladid.is/fre…/fjarsvik-segir-serfraeingur) en enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt … fyrr en núna.“

Lög brotin ?

Í erindi Björns er spurt hvort athæfi Ásmundar hafi verið brot á siðareglum og hvort vísa þurfi málinu til þar bærra yfirvalda:

„Með vísan til ofangreindra atriða er þess óskað að forsætisnefnd taki til umfjöllunar hvort þeir þingmenn sem vísað er til að ofan hafi brotið siðareglur alþingismanna, sbr. 16. gr. siðareglnanna vegna þeirra endurgreiðslna sem þeir fengu fyrir aksturskostnað. Til vara er þess óskað að athugað verði hvort Ásmundur Friðriksson, hafi brotið siðareglur alþingismanna vegna þeirra endurgreiðslna sem hann fékk fyrir aksturskostnað, sbr. 16. gr. siðareglnanna. Þess er óskað að tekin verði afstaða til þess hvort siðareglur, hátternisreglur eða lög hafi verið brotin þegar málsathugun lýkur samkvæmt 17. gr. siðareglna alþingismanna og hvort þurfi að vísa málinu áfram til þar til bærra yfirvalda. TLDR; Ásmundur segir að hann hafi verið ásakaður af Pírötum um þjófnað. Hingað til hefur það verið ósatt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“
Eyjan
Í gær

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“