fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Nató fundar um gereyðingarvopn í Reykjavík – á sama tíma og Trump vill rifta afvopnunarsamningi

Egill Helgason
Mánudaginn 22. október 2018 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nató, Bandaríkin og vestrænt varnarsamstarf eru mjög áberandi á Íslandi þessa dagana. Nú um helgina hefur varla verið þverfótað fyrir bandarískum sjóliðum í Reykjavík. Þeir eru af stórum herskipum sem liggja inni í Sundahöfn – fjöldi fólks hefur lagt leið sína þangað til að skoða skipin.

Og hér  hafa verið  heræfingar sem sagt hefur verið frá í fréttum.

Seinna í vikunni verður svo  haldin ráðstefna á vegum Nató hér í Reykjavík. Það er dálítið kaldhæðnislegt að umfjöllun ráðstefnunnar eru gereyðingarvopn. Í fréttum í sumar kom fram að Katrín Jakobsdóttir hefði í tengslum við hana boðið til Íslands fulltrúm Ican, en það eru alþjóðasamtök um eyðingu kjarnorkuvopna.

En nú, fáum dögum fyrir upphaf ráðstefnunnar, berast þær fréttir frá Bandaríkjunum að Trump forseti ætli að rifta samkomulagi um útrýmingu meðaldrægra kjarnorkuvopna sem byggir á því sem Reagan og Gorbatsjov ræddu á fundinum í Reykjavík 1986.

Það verður semsagt nóg að ræða umræddum Nató-fundi hér í bænum. Og reyndar spurning hvort svona samkomu sé ekki algjörlega hleypt upp með slíkum fyrirætlunum um að magna upp vígbúnaðarkapphlaup. Það er yfirlýst markmið Nató að hindra útbreiðslu gereyðingarvopna.

Um afstöðu Vinstri grænna, sem veita ríkisstjórn Íslands forystu, þarf varla að spyrja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður