fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Ungir Sjálfstæðismenn verðlauna Kristján Loftsson og Ásdísi Höllu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 3. október 2018 20:34

Kristján Lofstsson ávarpar unga Sjálfstæðismenn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Loftsson og Ásdís Halla Bragadóttur hlutu Frelsisverðlaun Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) við hátíðlega athöfn í Valhöll í kvöld. Ingvar S. Birgisson, formaður SUS, veitti verðlaunin fyrir hönd stjórnarinnar.

Í tilkynningu frá SUS segir:

„Að venju voru verðlaunin veitt einum einstaklingi og einum lögaðila. Báðir verðlaunahafar í ár eiga það sameiginlegt að berjast fyrir auknu atvinnufrelsi.“

Í umsögn segir að Ásdís Halla Bragadóttir hafi hlotið verðlaunin fyrir áralanga baráttu sína fyrir auknu valfrelsi í heilbrigðis- og menntamálum. Rökstyður stjórn SUS valið á þennan hátt:

„Sem bæjarstjóri Garðabæjar studdi hún við sjálfstæðan rekstur skóla í sveitarfélaginu. Hefur það leitt til þess að skólakerfið í Garðabæ er fjölbreyttara, sveigjanlegra og þjónustar nemendur betur en ella. Þá hefur Ásdís verið áberandi í umræðunni á þessu ári um baráttu Kliníkurinnar í Ármúla fyrir sjálfstæðum rekstri í heilbrigðiskerfinu. Slíkur rekstur bætir þjónustu við sjúklinga, styttir biðraðir og nýtir skattfé betur.“

Þá var Hvalur hf. fyrirtæki Kristjáns Loftssonar verðlaunað og tók forstjórinn við verðlaununum. Í umsögn SUS segir:

„Hvalur hf. hlaut verðlaunin fyrir baráttu sína fyrir hvalveiðum á Íslandsmiðum. Hvalveiðar fela í sér mikilvægt atvinnufrelsi en Hvalur hf. hefur í fjölmörg ár barist fyrir því að veiðar á hvölum séu leyfðar, enda er um sjálfbæra nýtingu að ræða sem styðst við vísindaleg gögn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið