fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Eyjan

Hví hefur spítalabyggingin tafist svona?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það vera hættulega hugmynd að hætta uppbyggingu Landspítala við Hringbraut.

En hængurinn er sá að þessi uppbygging er varla byrjuð – og það er óskiljanlegt. Það er risið eitt sjúkrahótel og kom í ljós um daginn að vantaði klæðningu utan á það svo það gæti legið undir skemmdum í vetur.

Þetta er eiginlega ráðgáta.

Það hefur verið talað um að byggja Landspítalann þarna síðan stuttu eftir aldamót. Lega nýju Hringbrautarinnar var ákveðin út frá þessu – það er alllangt liðið síðan hún var tekin í notkun.

Um tíma hét þetta Hátæknisjúkrahús. Þá var ákveðið að ríkið mundi ráðstafa ábatanum af sölu Símans í spítalann. Ekkert varð af því.

Jú, vissulega kom hrun, en hví hefur þetta tafist svona von úr viti? Getur verið að ein ástæðan sé sú að menn hafi aldrei haft almennilega sannfæringu fyrir staðsetningunni?

Enginn efast um þörfina á að byggja spítala. Maður heyrir skelfilegar sögur af aðstöðuleysi. En framhjá því verður ekki horft að ákvarðanatakan er á veikum grunni – og að ýmislegt hefur breyst á þeim fimmtán árum sem hefur verið áformað að byggja spítalann.

Og það er talsvert langt síðan maður fór fyrst að heyra þetta viðkvæði sem nú kemur frá Svandísi – að það sé háskalegt að breyta um kúrs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins