fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Eyjan

Guðlaugur Þór gaf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 19. janúar 2018 17:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra afhendir Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, bækurnar

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, afhenti Alice Bah Kunke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, til gjafar Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn í Uppsölum í dag. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. „“Ber er hver að baki nema bróður sér eigi“, segir í sögnunum og er þar vísað til vopnaðra bardaga, en í dag má heimfæra spakmælin upp á norræna samvinnu og sameiginlegt öryggi Norðurlandanna á tímum aukinnar óvissu og spennu,“ sagði Guðlaugur Þór.

Í gær fundaði utanríkisráðherra með Ann Linde, Evrópumála- og viðskiptaráðherra Svíþjóðar, þar sem málefni Evrópu, Brexit og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar voru meðal annars til umfjöllunar. Þá fundaði utanríkisráðherra með Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, þar sem öryggismál á Eystrasaltssvæðinu og norðanverðu Atlantshafi, og aukin varnarsamvinna Íslands og Svíþjóðar, voru til umræðu. 


Opinberri heimsókn forseta Íslands í Svíþjóð lýkur í dag.
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins