fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Eyjan

Tíu ár og hefur eitthvað breyst? Bankarnir grætt 700 milljarða frá hruni -„Guð blessi fjármálaelítuna“ og skítt með heimilin“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. september 2018 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú þegar 10 ár eru liðin frá hruninu er dapurt og sorglegt að stjórnvöld skuli ætíð hafa tekið á liðnum árum fjármálalegan stöðugleika fjármálaelítunnar framyfir fjármálalegan stöðugleika heimilanna!“

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi í harðorðum pistli á Facebook. Hann segir nöturlegt að stjórnvöld skuli hafa tekið meðvitaða ákvörðun á hrunárunum að fórna í það minnsta 10 þúsundum íslenskra heimilanna á altari fjármálagræðginnar. Vilhjálmur bendir á að einungis 10 árum eftir að bankarnir ollu íslenskum heimilum hamförum séu þeir búnir að skila 700 milljörðum í hagnað frá Hruni.

Vilhjálmur segir:

„Það sorglega í þessu öllu saman er að það er ekkert að breytast, enn búa íslensk heimili við okurvexti, verðtryggingu og himinn há þjónustugjöld. Maður spyr sig, hver hefði trúað því að 10 árum eftir að viðskiptabankarnir þrír sem ollu þessum hamförum sem íslensk heimili þurftu að þola séu búnir að skila yfir 700 milljörðum í hagnað frá hruninu. Já yfir 700 milljörðum!“

Vilhjálmur heldur áfram:

„Ég mun aldrei trúa öðru en að öll íslensk verkalýðshreyfing muni láta kné fylgja kviði við að kalla eftir réttlátara fjármálakerfi í komandi kjarasamningum. Við megum aldrei láta fortíðarvanda verðtryggðra húsnæðislána verða aftur að framtíðarvanda enda megum við aldrei gleyma að verðtryggðarskuldir heimilanna stökkbreyttust á einni nóttu um 400 milljarða!“

Íslensk verkalýðshreyfing verður að láta kné fylgja kviði í komandi kjarasamningum og krefja stjórnvöld að hagsmunir íslenskra heimila verði teknir framyfir hagsmuni fjármálaelítunnar.

Þá endar Vilhjálmur pistil sinn á þessum orðum:

„Það er ekki nóg að segja „Guð blessi Ísland“ en meina í raun „Guð blessi fjármálaelítuna“ skítt með heimilin þeim má enn og aftur fórna á altari græðgivæðingar fjármálakerfisins!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar greinir siðblindu

Jón Steinar greinir siðblindu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“