fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Framkvæmdastjóri hjá Orkuveitunni viðurkennir kynferðislega áreitni

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. september 2018 23:09

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur, Ingvar Stefánsson, sendi í kvöld frá sér tilkynningu þess efnis að hann hefði árið 2015 hlotið formlega áminningu vegna óviðeigandi kynferðislegrar áreitni á árshátíð fyrirtækisins:

„Vegna fyrirspurna vil ég staðfesta að ég hlaut formlega áminningu vegna óviðeigandi kynferðislegrar áreitni á árshátíð fyrirtækisins fyrir 3 árum síðan. Ég hef iðrast þessa æ síðan. Ég fór strax í kjölfarið í áfengismeðferð og leitaði mér einnig viðeigandi aðstoðar,“

segir Ingvar í tilkynningunni og birtir einnig áminninguna sem hann hlaut. Hana má sjá hér.

Krafa um samtalsmeðferð

Í áminningunni er framkoma Ingvars og háttalag sögð ósvaranleg, sem fólst í beinum snertingum, en tvær konur kvörtuðu undan Ingvari. Skorað er á Ingvar að bæta ráð sitt því slík framkoma verði ekki liðin og hún litin alvarlegum augum, sem geti leitt til brottreksturs, bæti hann ekki ráð sitt. Þá er gerð krafa um að Ingvar fari í samtalsmeðferð vegna þeirra atvika sem hann gerðist sekur um.

Forstjórinn stígur til hliðar

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, skrifar undir bréfið, en hann hefur farið fram á við stjórn Orkuveitunnar að stíga til hliðar sem forstjóri meðan skoðun á málefnum OR fer fram. Stjórnarformaður OR, Brynhildur Davíðsdóttir, segir í tilkynningu að hún hafi meðtekið ósk Bjarna, sem yrði tekin fyrir á fundi stjórnar sem fyrst. Einnig kom fram hjá Brynhildi að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar myndi gera úttekt á vinnustaðarmenningu OR og fyrirtækja hennar, en Hildur Björnsdóttur, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 að hún hefði vitneskju um fleiri tilvik um óeðlilega hegðun innan OR sem krefðust nánari skoðunar.

Tilkynningin frá Ingvari barst Eyjunni klukkan 21:42.

Þórður sakaður um kynferðisbrot

Í kvöldfréttum RÚV var greint frá því að Þórður Ásmundsson, sem taka átti við stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar af Bjarna Má Júlíussyni, sem rekinn var vegna óviðeigandi hegðunar í garð undirmanna, hafi ekki tekið við stöðunni vegna ásakana um kynferðisbrot.

Sjá nánar: Allt á suðupunkti innan Orkuveitunnar:Þórður var sakaður um kynferðisbrot – Forstjóri stígur til hliðar – „Er þetta ekki komið gott?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“