Danska skipasmíðastöðin Karstensens Skibsværft (KS) hefur gert samninga um smíði tveggja 88 metra uppsjávarveiðiskipa fyrir Samherja hf. annarsvegar og Síldarvinnsluna hf. hinsvegar, samkvæmt tilkynningu. Samningarnir eru með fyrirvörum um samþykki stjórna og fjármögnun, en gert er ráð fyrir að þeir taki gildi á morgun.
Skip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson, verður afhent þann 15. júní 2020 og skip Síldarvinnslunnar, Börkur, þann 15.desember.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og Gunnþór Ingvason, framkvæmdarstjóri Síldarvinnslunar, staðfestu fréttirnar við Morgunblaðið, en vildu ekki gefa frekari upplýsingar um málið.
Samkvæmt heimildum Eyjunnar nemur kostnaður við slíkt skip um 250 milljónum danskra króna, eða um 4,2 milljarðar íslenskra króna.