fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Jóhannes Þór svarar Kolbrúnu Bergþórsdóttur: „Furðulegt að blaðamaður með hennar þekkingu og reynslu skuli skrifa svona bull um heila atvinnugrein“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. ágúst 2018 15:15

Jóhannes Þór Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fordæmir harðlega leiðara Fréttablaðsins í dag, þar sem Kolbrún Bergþórsdóttir sakar ferðaþjónustuna á Íslandi um að koma sér undan gjaldtöku og okra á venjulegu fólki.

„Þetta var ansi sérstakur pistill hjá Kolbrúnu. Það er furðulegt að blaðamaður með hennar þekkingu og reynslu skuli skrifa svona bull um heila atvinnugrein. Þetta lýsir einhverskonar skilningsleysi eða pirringi, ég veit ekki hvort er, en orð hennar eru alltént ekki byggð á staðreyndum,“

segir Jóhannes.

Rakin della

Kolbrún segir áberandi þá tregðu ferðaþjónustunnar að skila sínu til samfélagsins. Jóhannes segir að slík orð séu rakin della:

„Ferðaþjónustan er að skila um 60 milljörðum króna til ríkissjóðs og sveitarfélaga árlega. Því er ekki hægt að halda slíku fram eins og Kolbrún gerir, þetta er bara rakin della. Ég vísa þessum pistli út í hafsauga.“

Aðspurður hvort hátt verðlag endurspeglaði ekki einhverskonar græðgisvæðingu í ferðaþjónustunni sagði Jóhannes:

„Ég get á engan hátt undir það. Það eru alltaf svartir sauðir innan ferðaþjónustunnar, eins og allsstaðar í öllum atvinnugreinum. En eins og Kolbrún veit hefur gengið mikil áhrif. Rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu er háður gengisþróun og launaþróun. Ferðaþjónustan er mjög mannaflsfrek grein og launakostnaður hár eftir því. Staðan er þannig í dag að fyrirtæki eru þegar búin að hagræða mikið, en á sama tíma reynt að halda verði niðri enda í alþjóðlegri samkeppni, sem þýðir það að dýrara er að ferðast til Íslands margra annarra staða. Það er því sorglegt að sjá skynsemiskonu eins og Kolbrúnu dæma heila atvinnugrein út frá einhverjum einsökum dæmum um hátt verðlag. Því ég get alveg tekið undir að hér á landi sé hátt verðlag, en það er ekki vegna okurs eða óeðlilega hárrar álagningar hjá aðilum í ferðaþjónustu. Það er bara ekki þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður