fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Forsætisráðherra sótti Íslendingahátíðir í Kanada og Bandaríkjunum: „Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til”

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 09:32

Katrín Jakobsdóttir í Gimli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og eiginmaður hennar, Gunnar Sigvaldason, voru heiðursgestir á Íslendingahátíðum sem haldnar voru í Gimli í Manitoba og í Mountain í Norður-Dakóta 4. og 6. ágúst sl. flutti forsætisráðherra ávarp á báðum hátíðum og tók þátt í hátíðahöldum þeim tengdum. Íslendingahátíð var nú haldin í 119. sinn í Mountain og í 129. sinn í Gimli.

Í ferð sinni heimsóttu forsætisráðherrahjónin Íslendingaslóðir í Gimli og Riverton, meðal annars Menningarsafnið Nýja Ísland í Gimli (New Iceland Heritage Museum) og dvalarheimilið Betel þar sem margir aldraðir afkomendur íslenskra Vesturfara búa. Forsætisráðherra heimsótti einnig Mannréttindasafnið í Winnipeg og Manitobaháskóla, þar sem hún skoðaði íslenska bókasafnið og kynnti sér íslenskudeild háskólans.

„Það er merkilegt að kynnast af eigin raun hve mikla rækt afkomendur Íslendinga hér í Kanada og Bandaríkjunum leggja við þessa sögu og segja má að ummerki um íslenska landnema séu hér á hverju strái. En það er ekki síður mikilvægt að skynja hinn einlæga vilja til að rækta þessi samskipti til framtíðar og eiga meira samstarf á ýmsum sviðum menningar, stjórnmála og viðskipta,“

sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars í ræðu sinni.

Þá sagði hún einnig að á Íslandi væri orðatiltæki, sem næði yfir þá sterku tengingu sem fólk hefði við rætur sínar:

„Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til.”

Í heimsókninni fundaði forsætisráðherra með Brian Pallister, forsætisráðherra Manitoba, Rochelle Squires, ráðherra Manitoba fyrir sjálfbæra þróun og málefni kvenna, Jeff Wharton, ráðherra sveitastjórnarmála Manitoba, James Bezan, fulltrúa Manitoba í kanadíska þinginu, og Myrnu Driedger, forseta lögjafaþings Manitoba. Einnig hitti hún þingmennina Derek Johnson og Len Isleifson sem eru af íslenskum ættum. Þá sat forsætisráðherra sérstakan hádegisverð í boði Janice C. Filmon, fylkisstjóra Manitoba, ásamt 14 konum sem getið hafa sér gott orð á ólíkum sviðum í Manitoba.

Ræða forsætisráðherra í Gimli.

Ræða forsætisráðherra í Mountain.

 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Janice C. Filmon, fylkisstjóri Manitoba.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður