fbpx
Föstudagur 10.júlí 2020
Eyjan

Hannes Hólmsteinn: „Hægrið á miklu skemmtilegri og snjallari hugsuði en vinstrið“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, tekur nokkuð stórt upp í sig á Facebook þegar hann alhæfir nokkuð hressilega um að hægri sinnaðir „hugsuðir“  séu bæði skemmtilegri og snjallari en þeir vinstrisinnuðu, sem séu lítið annað en „geðvondir tautarar“:

„Hægrið á miklu skemmtilegri og snjallari hugsuði en vinstrið: Jordan Peterson, Sir Roger Scruton, Niall Ferguson og Matt Ridley. Vinstrið á lítið annað en geðvonda tautara, sem stagast sífellt á sömu málum, minnipokamenn. Ég ráðlegg öllu ungu fólki að lesa bækur þeirra Petersons, Sir Rogers, Fergusons og Ridleys og blogg þeirra og hlusta á fyrirlestra þeirra á Youtube.“

 

Ekki eru þó allir sammála Hannesi um þessa alhæfingu hans.

Í athugasemdarkerfinu er Hannes spurður að því hvernig hægt sé að þykjast vera kennimaður, en ráðleggja samt fólki að lesa svo einsleitt efni.

Þá eru sumir sem draga í efa að Jordan Peterson sé endilega hægri maður.

Aðrir benda á Chomsky, Monbiot, John Gray, Pilger og Klein  sem skemmtilegri penna og margfróðari.

Ekki kemur fram hvort Hannes haldi þessum skoðunum á lofti í kennslutímum sínum í Háskóla Íslands, eða hvort lesefni hans endurspegli þessa alhæfingu hans.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti