fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Inga styður Davíð Snæ og tjáningarfrelsið – Segir femínisma kominn út í öfgar: „Við konur höfum ekki yfir miklu að kvarta“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. júlí 2018 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, styður Davíð Snæ Jónsson, sem vikið var úr formannsstóli Sambands íslenskra framhaldsskólanema, fyrir að skrifa grein gegn kynjafræði, sem hann sagði vera pólitíska innrætingu í skólakerfinu.

Inga segir í samtali við Eyjuna að framgangan gagnvart Davíð hafi verið harkaleg:

„Ég er aðallega að líta á þetta útfrá sjónarhorni tjáningarfrelsisins. Ég þekki ekki reglur sambandsins eða forsöguna til hlítar í málinu, en mér finnst aðdáunarvert hjá þessum unga manni að tjá skoðanir sínar, það á ekki að refsa honum fyrir þær. Mér finnst þetta harkaleg framkoma gagnvart honum, það er allt of mikið um þöggun í samfélaginu,“

segir Inga.

Öfgafemínismi

Flokkur fólksins hefur ekki ályktað sérstaklega um kynjafræði í skólum, en Inga segir að femínismi hafi færst út í öfgar hér á landi:

„Ég hef persónulega mikinn áhuga á skólamálum og ég vil ganga meira í átt að frelsi í þeim málum. Ég þekki ekki kynjafræði í skólum nægilega vel til að tjá mig um hana, en hugtakið femínismi snýr að jafnræði milli kynjanna. Hinsvegar þykir mér að það sé löngu búið að gjaldfella hugtakið femínismi, þar sem línan hefur verið færð í átt að öfgum af háværum minnihlutahópi. Öll umræða í þessum málaflokki einkennist af upphlaupi og mótmælum og öðrum leiðindum, sem ég tel ekki rétta leið í baráttunni, auk þess sem forgangsröðunin hjá þessum hópi er gagnrýnisverð.“

 

Salerni sett í forgang

Inga nefnir ákvörðun Mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar um ókyngreind salerni máli sínu til stuðnings, um að femínismi sé kominn út í öfgar:

„Það finnst mér dæmigert um þá öfugsnúnu forgangsröðun sem er við lýði í borgarstjórnarmeirihlutanum. Þau taka þessa femínísku ákvörðun um að allir eigi að pissa í ókynjaskipt klósett, án þess að spá í hvort lagaheimild sé fyrir því, sem kom í ljós að var ekki. Þau vaða áfram, án þess að spá í hvort aðgerðin sé í sátt við samfélagið. Ekki var í forgangi hjá þeim að hjálpa einstæðu fjögurra barna móðurinni sem býr í tjaldi í Laugardalnum með langveikt barn, nei, það er ekki verið að hugsa um að koma fólkinu okkar í skjól varðandi grunnþarfir eins og húsnæðismál, nei, það er verið að setja salerni í forgang!“

 

 Staða kvenna góð

Inga segir stöðu kvenna góða hér á landi. Hún hefur meiri áhyggjur af stöðu drengja:

„Við höfum tekið heljarstökk fram á við þegar kemur að stöðu kvenna. Staðan hefur gjörbreyst á síðustu 20 árum. Við sjáum að konur eru í meirihluta þegar kemur að háskólamenntun, meðan drengir eru að sitja eftir í skólakerfinu á grunnskólastiginu, hvað varðar lestur og síðar eru þeir að flosna úr námi í meiri mæli. Ég hef því miklu meiri áhyggjur af stöðu drengja. Við konur höfum ekki yfir miklu að kvarta, við stelpurnar getum alveg verið sáttar,“

segir Inga að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun