fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Eyjan

Kirkjan heimtar hærri sóknargjöld – 6.5 milljarðar ekki nóg

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. júní 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á héraðsfundi Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sem haldinn var í Guðríðarkirkju þann 30. maí, var skorað á ríkisstjórnina að leiðrétta sóknargjöldin og gera upp „skuld sína við þjóðkirkjuna“ þar sem sóknargjöldin hefðu verið skert „gríðarlega“ frá árinu 2009. Þau eru núna 931 króna á mánuði fyrir hvern meðlim, en í áskoruninni er farið fram á að hún ætti að vera, „samkvæmt lögum“ 1556 krónur á meðlim. Frá þessu er greint á Vísi.

„Nú er svo komið, að ákveðnir söfnuðir virðast endanlega vera að komast í þrot fjárhagslega. Sumir söfnuðir hafa ekki getað sinnt brýnasta viðhaldi eigna og eru nú, nærri tíu árum eftir hrunið, að segja upp starfsfólki, lækka starfshlutfall og draga úr starfi,“

segir í fréttinni og því borið við að sóknargjaldið hafi aðeins hækkað um 59 kr. á mánuði frá 2008 eða 6,8% meðan vísitala neysluverðs hafi hins vegar hækkað um cirka 60,2% á sama tíma.

Þá er það sagt brýnt að viðræður ríkisins við kirkjuna um fjármál, verði leidd til lykta sem fyrst.

Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er það fjölmennasta á landinu, með um 63 þúsund meðlimi. Mánaðarlega fær því prófastsdæmið um 58.6 milljónir frá sínum sóknarbörnum. Gangi krafa þeirra eftir um hækkun sóknargjalda, hækkar upphæðin í 98 milljónir á mánuði.

Heildarfjárheimild ríkisins til þjóðkirkjunnar fyrir árið 2018 er um 6.5 milljarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Snjallsíminn og frelsi barnanna okkar

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Snjallsíminn og frelsi barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Daði Már Kristófersson: Flokkarnir eru þrír og ólíkir en starfa saman eins og einn samhentur flokkur

Daði Már Kristófersson: Flokkarnir eru þrír og ólíkir en starfa saman eins og einn samhentur flokkur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hlutabréfaverð í Icelandair rýkur upp eftir tíðindi dagsins

Hlutabréfaverð í Icelandair rýkur upp eftir tíðindi dagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Séra Friðrik, Friðrik V og Guðríður Þorbjarnardóttir

Björn Jón skrifar: Séra Friðrik, Friðrik V og Guðríður Þorbjarnardóttir