fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026
Eyjan

Á slóðum gamla Geirs

Egill Helgason
Fimmtudaginn 31. maí 2018 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er gömul og skemmtileg mynd. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær hún er tekin, augljóslega á fyrstu áratugum síðustu aldar. Við sjáum að það eru komin möstur með leiðslum milli húsa. Myndin sýnir húsaröð neðst á Vesturgötunni. Flest þessi hús tilheyrðu á sínum tíma verslun og útgerð Geirs Zoëga, sem gekk oft undir nafninu Geir gamli. Geir, varð allra karla elstur, lifði frá 1830 til 1917 og má teljast einn af feðrum Reykjavíkur.

Mér hafa alltaf fundist punktarnir tveir yfir e-inu flottir í Zoëga nafninu. Víst er að ekki hefur reynst Íslendingum auðvelt að skrifa þá.

Og svo er hér að neðan mynd af húsunum eins og þau líta út núna. Húsaröðin stendur enn. Hún er hins vegar mjög breytt – og niðurnídd. Um 1960 var veitingastaðurinn Naustið settur á stofn í húsunum í miðið og þeim þá breytt þannig að þau litu út eins og bátaskýli með kýraugum. Þetta þótti afar smart.

 

 

Naustið var einn fínasti veitingastaður bæjarins, með körfukjúkling á boðstólum – sagt að hann væri fyrir dömurnar – og svo þorrablót að vetri. Savanna tríóið lék prúðbúið fyrir gesti. Á barnum uppi réð Símon ríkjum – hann var afar vinsæll meðal menningarvita á árum kalda stríðsins. Þar mátti sjá Þorgeir Þorgeirson og Þrándi Thoroddsen.

En svo fór að halla undir fæti. Þarna var í neðstu húsunum um tíma ölkrá sem kallaðist Geirsbúð. Sá rekstur entist ekki lengi, staðurinn átti þó sitt vinsældaskeið. Loks eignuðust einhverjir Kínverjar húsið, breyttu því í kínverskan veitingastað. Þangað kom aldrei neitt, svo vitað sé, og upp kom kvittur um að starfsemin væri skjól fyrir vafasamt athæfi.

En húsin standa semsagt enn, það stendur að þau séu til leigu, en líklega sýna fáir áhuga. Það þarf að ráðast í miklar endurbætur til að þetta verði fallegt á ný. Tími Naustsins kemur víst ekki aftur – enda enginn sérstakur hörgull á veitingahúsum í Reykjavik. Reyndar sagt að meira en þrjátíu bætist við á næstu misserum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Bull, lygar og þvæla til að ná fylgi þeirra sem nenna ekki að kynna sér málin

Magnús Árni Skjöld Magnússon: Bull, lygar og þvæla til að ná fylgi þeirra sem nenna ekki að kynna sér málin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Já og nei, Vilhjálmur

Haraldur Ólafsson skrifar: Já og nei, Vilhjálmur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið