fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Styður ekki lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 08:52

Páll Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, er ófáanlegur til þess að lýsa yfir stuðningi við lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.

Páll vildi ekki svara fyrirspurn Eyjunnar um helgina hvort hann styddi lista Sjálfstæðisflokksins, eða hins nýja klofningsframboðs, Fyrir Heimaey, sem Íris Róbertsdóttir, fyrrum varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir og fengi um 32% atkvæða og tvo menn kjörna samkvæmt nýrri könnun. Sjálfstæðisflokkurinn fengi um 41% og þrjá menn, en Eyjalistinn 25,4% og tvo menn.

Meirihlutinn er því fallinn samkvæmt þeim tölum.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar styður Páll framboð Írisar, en Páll og Íris voru saman í stjórn ÍBV, hvar Íris var um tíma formaður. Að Páll vilji ekki styðja framboð Sjálfstæðisflokksins með afdráttarlausum hætti rennir stoðum undir þær heimildir.

Að þingmaður kjördæmisins styðji annað framboð en hans eigin flokks verður að teljast harla óvenjulegt og mun vafalaust veikja stöðu hans innan flokksins, en Páll var kosinn á þing árið 2016. Hann lýsti opinberlega yfir vonbrigðum sínum að hafa ekki hlotið ráðherrastól og studdi ekki ráðherralista formanns flokksins, Bjarna Benediktssonar, í tvígang:

„Í annað sinn á innan við ári hefur formaður Sjálfstæðisflokksins nú gengið framhjá Suðurkjördæmi þegar kemur að ráðherraskipan í ríkisstjórn sem flokkurinn á aðild að. Þetta gerist þrátt fyrir að kjördæmið sé annað höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins á landinu,“

sagði Páll af því tilefni.

 

Páll er einn þeirra sem virtist gagnrýna Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, er Elliði lýsti yfir vilja sínum til að halda prófkjör við val á framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar, en kaus síðan gegn prófkjöri þegar á reyndi. Er sú ákvörðun Elliða sögð kveikjan að klofningsframboðinu Fyrir Heimaey.

Við það tækifæri sagði Páll við Vísi.is:

„Það er ekkert launungamál að ég sjálfur studdi þetta prófkjör eindregið, að það yrði haldið. Ég tel að þetta sé afar óheppileg niðurstaða fyrir flokkinn í Vestmannaeyjum. Niðurstaðan kom mér á óvart því ég taldi að með samstöðunni sem hefði myndast ætti prófkjör greiða leið í gegnum fundinn.“

Ekki hefur tekist að ná í Pál í morgun og vildi hann ekki tjá sig um málið í gær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar