fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Verðkönnun ASÍ: Mjög mikill verðmunur á fiski milli verslana

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 9. mars 2018 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög mikill verðmunur er á fiski í fiskbúðum landsins en Verðlagseftirlitið gerði úttekt á verði í
18 fiskverslunum og fiskborðum matvöruverslana víðsvegar um landið sl. miðvikudag. Mesti
verðmunurinn var 132% en sá minnsti 21% en algengast var að verðmunurinn væri á bilinu
40-80%. Litla fiskbúðin í Hafnarfirði var með lægsta verðið í flestum tilfellum eða í 13 af 24 á
meðan hæstu verðin dreifðust meira yfir verslanirnar. Minnsta úrvalið af þeim tegundum sem
könnunin náði til var í Fylgifiskum en það mesta í Litlu fiskbúðinni í Hafnafirði. Verstu
verðmerkingarnar voru í versluninni Gallerý Fiskur en þar voru engar af þeim vörum sem
kannaðar voru verðmerktar þegar verðlagseftirlitið bar að garði.

 

 

Tvær verslanir neituðu þátttöku í könnuninni, Fiskikóngurinn og Fiskbúðin Vegamót.
132% verðmunur á ýsuhakki og 92% verðmunur á fiskibollum
Mesti verðmunurinn í könnuninni var á ýsuhakki eða 132% en í krónum talið var verðmunurinn
1.309 kr. kg. Ódýrast var ýsuhakkið á 990 kr. kg. í Litlu fiskbúðinni en dýrast var það í fiskborði
Hagkaupa á 2.299 kr. kg. Næst mesti verðmunurinn var á ferskum fiskibollum eða 92% en
lægsta verðið var í fiskborði Fjarðarkaupa, 1.298 kr. kg. en það hæsta í Fylgifiskum, 2.490 kr.
kílóið en það gerir 1.192 kr. verðmun á kíló. Mikill verðmunur reyndist einnig á
rauðsprettuflökum með roði eða allt að 80% eða 1.109 kr.verðmunur á kíló, lægsta verðið á
þeim var í Litlu fiskbúðinni, 1.390 kr. en það hæsta í Hagkaupum, 2.499 kr. kílóið. Þá var 58%
eða 800 kr. verðmunur á kílói af beinlausum ýsuflökum sem eru vinsæl vara, dýrust voru þau
í fiskborðinu í Hagkaupum á 2.299 kr. en ódýrust í Litlu fiskbúðinni Hafnafirði, 1.690 kr.
Verðmunurinn á klassíska fiskréttinum plokkfiski var einnig mikill, 62% eða 840 kr. á kíló en
hæsta verðið var í Fiskbúðinni Hafberg, 2.190 kr. kg. en það lægsta í fiskborðinu í
Fjarðarkaupum, 1.350 kr. kg. Töluverður verðmunur var á laxi sem hefur sótt í sig veðrið sem
vinsæll réttur en verðmunurinn á laxaflökum var 39% en 68% á laxi í sneiðum. Dýrust voru
laxaflökin í Kjöt og fiski á 3.200 kr. kg. en ódýrust í fiskbúðinni Trönuhrauni á 2.300 kr. kílóið.
Laxasneiðarnar voru dýrastar í Fiskbúð Hafliða í Krónunni Lindum á 2.790 kr. en ódýrastar í
fiskborðinu í Fjarðarkaupum á 1.662 kr kg.
Verðmunur oftast 40-80%
Mikill verðmunur var á nánast öllum vörum sem kannaðar voru en í 7 tilfellum af 24 var
verðmunurinn 40-50%, í 5 tilfellum 51-60% og í 7 tilfellum var verðmunurinn yfir 61%. Í 19
tilfellum af 24 er því um yfir 40% verðmun að ræða.
Sjá nánari niðurstöður úr könnuninni í töflu.

Könnunin var gerð á fiski og fiskafurðum í 18 fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð
miðvikudaginn 7. mars 2018. Kannað var verð á 24 algengum tegundum fiskafurða. Könnunin
var gerð í eftirtöldum verslunum: Kjöt og fiski Bergstaðastræti, fiskborðinu Melabúðinni,
Fiskbúðinni Sundlaugarvegi, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Fiskikónginum Sogavegi, Litlu
fiskbúðinni Helluhrauni, Hafinu fiskverslun í Skipholti, Fiskbúð Hólmgeirs, Gallerý fiski Nethyl,
Fiskbúð Sjárvarfangs Ísafirði, Fiskbúðinni Mos, Fiskbúðinni Beint úr sjó í Reykjanesbæ,
Fiskbúðinni Hafberg Gnoðarvogi, Fisk kompaní Akureyri, Fiskborðinu í Hagkaupum
Kringlunni, Fiskborðinu Fjarðarkaupum, Fiskbúð Hafliða, Fiskbúðinni Vegamót og Fylgifiskum
Borgartúni.
Fiskbúðin Vegamót og Fiskikóngurinn Sogavegi neituðu þátttöku í könnuninni og heimiluðu
ekki fulltrúum verðlagseftirlitsins að skrá niður verð í verslunum sínum.
Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu
söluaðila.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin