fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Ragnar Þór boðar fleiri byltingar

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 08:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Samsett mynd/DV

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í Morgunblaðinu í dag að formannskjörið í Eflingu sé enn eitt ákallið um breytingar, en þar bar framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur sigur úr býtum. Ragnar Þór var kjörinn fyrir um ári síðan, en hann segir framboð sitt hafa verið vantraustsyfirlýsing á ákveðna þætti og aðila innan hreyfingarinnar. Síðan hafi fleiri fylgt í kjölfarið:

 „Síðan má segja að grasrótin hafi stigið fram innan Kennarasambands Íslands (KHÍ). Það gerðist fyrst með kjöri Ragnars Þórs Péturssonar sem formanns KHÍ. Þá fór grasrótarmaður gegn ríkjandi öflum. Síðan gerðist það sama hjá Félagi grunnskólakennara þegar Þorgerður Laufey Diðriksdóttir er kjörin formaður. Bæði vinna yfirburðasigur. Nú síðast stígur Sólveig Anna Jónsdóttir fram í Eflingu með ekki ósvipuðum hætti og við gerðum í hallarbyltingunni árið 2009 í VR. Það var listakosning hjá Eflingu og niðurstaðan er ótrúleg.“

Hann gagnrýnir einnig kosningakerfið hjá Eflingu, en VR bauð upp á rafræna kosningu fyrst árið 2009 sem hann segir opnara ferli.

Þá segir Ragnar Þór að þeir sem hafa veitt verkalýðshreyfingunni forystu hafi ekki stigið nægilega fast til jarðar, sem hafi opnað dyr fyrir fólk eins og hann og Sólveigu Önnu. En fleiri hallarbyltingar séu í vændum:

  „Af hverju er að verða þessi mikla breyting? Jú, það er vegna þess að þeir sem á undan hafa gengið hafa ekki þótt stíga nógu fast til jarðar að mati félagsmanna. Þess vegna hafa þeir ekki náð að endurnýja umboðið. Formannskjör síðustu mánaða undirstrika að verkalýðshreyfingin hefur sofið værum svefni. Þeir sem hafa verið í forsvari hafa haft fámennan hóp í kringum sig sem hefur ekki lesið kröfur samfélagsins nógu vel. Þegar á reynir og þessir aðilar ætla að endurnýja umboðið kemur í ljós að þeir hafa í raun ekkert bakland. Það verður mjög athyglisvert að fylgjast með framhaldinu. Það er komið mótframboð í Félagi málm- og véltæknimanna. Það er líka komið mótframboð í Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Þar hefur ríkt gríðarleg óánægja meðal starfsfólks á flugvellinum. Mér skilst að mótframboð séu að koma fram í fleiri félögum.“

 

Staksteinar Morgunblaðsins virðast ekki vera á sama máli og Ragnar Þór. Þar er sagt að áhugaleysi launamanna á „þessari starfsemi“  sem verkalýðsbaráttan er, hafi komið glögglega í ljós í nýafstöðnum kosningum Eflingar, en kjörsókn var aðeins 15.8 prósent. Fékk Sólveig Anna 12,7 prósent. Í fyrra, þegar Ragnar Þór var kjörinn formaður VR, var kjörsóknin 17,1 prósent og hlaut hann 10,7 prósent.

Staksteinar segja þetta áhugaleysi gera umboð formannanna óljóst, sem sé áhyggjuefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti