fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Menntun kynjanna ólík eftir búsetu

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmur helmingur kvenna 25–64 ára var með háskólamenntun árið 2017 samanborið við rúmlega þriðjung karla á sama aldri. Ef litið er til búsetu voru 56% kvenna og 43% karla á höfuðborgarsvæðinu með háskólamenntun en 41% kvenna og 20% karla utan höfuðborgarsvæðisins. Þá voru 39% karla og 26% kvenna á höfuðborgarsvæðinu með starfs- og framhaldsmenntun en 47% karla og 29% kvenna utan höfuðborgarsvæðisins. Hlutfall karla og kvenna sem voru eingöngu með grunnmenntun var um helmingi hærra utan höfuðborgarsvæðisins en á því. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Atvinnuþátttaka kvenna var tæp 79% árið 2017, þátttaka karla var rúm 86%. Óleiðréttur launamunur kynjanna var 16% árið 2016 en rúm 14% hjá fullvinnandi launþegum. Konur eru nú 38% alþingismanna og 44% kjörinna sveitarstjórnarmanna en í mörgum öðrum áhrifastöðum er hlutur kvenna lægri. Af átta hæstaréttardómurum er ein kona en konur voru 43% héraðsdómara í árslok 2017. Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra fer eftir stærð fyrirtækis og var það 22% hjá fyrirtækjum með 1-49 starfsmenn en 10% í fyrirtækjum með 250 starfsmenn eða fleiri árið 2016. Hlutfall kvenna af stjórnarmönnum var frá 26%–39% eftir stærð fyrirtækis.

Hagstofa Íslands gefur út bæklinginn Konur og karlar á Íslandi 2018 í samstarfi við Jafnréttisstofu og velferðarráðuneytið. Í honum eru samanteknar upplýsingar sem gefa vísbendingar um stöðu kvenna og karla í samfélaginu. Þar eru tölur og myndrit um mannfjölda, fjölmiðla, menntun, vinnumarkað, laun og tekjur og áhrifastöður. Bæklingurinn er gefinn út á hverju ári bæði á íslensku og ensku.
Einnig hafa Lykiltölur um konur og karla verið uppfærðar. Þar er þó aðeins stiklað á stóru úr víðtækum kyngreindum gögnum Hagstofunnar, sem nálgast má á vef stofnunarinnar.

Konur og karlar á Íslandi 2018 – bæklingur

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti