fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Haraldur hyggst ekki gefa kost á sér: „Taktlaust að miðaldra karl færi að keppa um slíkt við konu“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, þrátt fyrir áskoranir þar um. Þetta segir hann á Facebooksíðu sinni. Hann segist taka þær áskoranir sem viðurkenningu fyrir sín störf, en eftir að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hafi lýst yfir framboði sínu hafi honum ekki fundist rétt að keppa við hana:

 

„Ég hef sagt það vera taktlaust að miðaldra karl færi að keppa um slíkt við konu, sem er þar að auki vinur og félagi úr sama kjördæmi. Einstakling sem hefur alla burði til að vera framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins, ef þannig vindur fram.“

 

Þá minnist Haraldur á það, að hann hafi lagt það til við Bjarna Benediktsson í janúar, að Þórdís væri álitlegra ráðherraefni en hann sjálfur:

 

„Hef lært að pólitíkin er ekki fyrirsjáanleg og kemur stöðugt á óvart. Hef líka tekið þátt í að hún sé ekki alltaf fyrirsjáanleg líkt og tillaga min við formann flokksins í janúar um að Þórdís Kolbrún væri ráðherraefni frekar en ég þó hún væri í 2 sæti listans í NV kjördæmi. Þá höfðu Sjálfstæðismenn þar unnið frækilegan sigur í haustkosningum 2016.“

Þá lýsir Haraldur yfir eindregnum stuðningi við Þórdísi:

„Það er ekki flókið fyrir mig að lýsa enn og aftur yfir stuðningi við Þórdisi – nú til varaformennsku.

Tímin leiðir svo í ljós hver niðurstaðan verður og ekki síst mín framtið – en mörg verkefni bíða.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?