fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Trollið í skrúfunni samkvæmt sjávarútvegsskýrslu Deloitte

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður Deloitte liggja nú fyrir um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja árið 2016, áætlaða þróun rekstrar þeirra á árinu 2017 og greiningu á áhrifum gengisþróunar á virðiskeðju sjávarútvegsins. Í skýrslunni, sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kallaði eftir, styðja niðurstöðurnar þá þróun  sem Hagstofan hafði áður sett fram, um hagnað sjávarútvegsfyrirtækja árin 2015-16, að heildartekjur hafi lækkað.

 

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

  • Tekjur í sjávarútvegi drógust saman um 25 milljarða króna eða 9% milli áranna 2015 og 2016. Tekjur lækkuðu hlutfallslega mest hjá sjávarútvegsfyrirtækjum með mestu aflaheimildirnar.
  • EBITDA sjávarútvegsfyrirtækja lækkaði um 22% milli áranna 2015 og 2016. Sjávarútvegsfyrirtæki náðu þó að einhverju marki að vega upp neikvæða tekjuþróun með lækkun kostnaðar.
  • Skuldastaða greinarinnar í heild þróaðist með jákvæðum hætti árið 2016 að því leyti að heildarskuldir lækkuðu og eiginfjárhlutfall hækkaði. Greiðslugeta versnaði hins vegar heldur þar sem skuldir sem hlutfall af EBITDA lækkuðu.
  • Með hliðsjón af hreyfingu helstu hagstærða og útflutningsverðmætis sjávarafurða eru allar líkur á því að afkoma versni nokkuð á rekstrarárinu 2017. Þetta má m.a. rekja til óhagstæðrar þróunar ytri hagstærða. Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum og launavísitala hækkað töluvert. Lækkun olíuverðs hefur haft nokkuð jákvæð áhrif á afkomu ársins 2016, en á árinu 2017 hefur olíuverð tekið að hækka að nýju.
  • Deloitte telur að EBITDA sjávarútvegsins geti árið 2017 hafa lækkað um 20-37% frá fyrra ári og nemi á bilinu 37 til 45 milljarðar króna. Gangi það eftir mun EBITDA hafa lækkað um 42-59% frá 2015 til 2017.

Skýrsla Deloitte um íslenskan sjávarútveg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti