fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Ætla að kolefnisjafna Stjórnarráðið

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. mars 2018 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja 12 milljónir króna af stefnufé árið 2018 til gerðar loftslagsstefnu og aðgerðaáætlunar fyrir Stjórnarráðið. Hluti fjármagnsins verður notaður í vinnu sérfræðings eða ráðgjafa og hluti til beinna aðgerða til að draga úr og hefja kolefnisjöfnun á starfsemi Stjórnarráðsins. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Loftslagsstefna fyrir Stjórnarráðið verður eitt þeirra verkefna sem unnið verður að undir hatti aðgerðaáætlunar fyrir Ísland í loftslagsmálum, sbr. stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en hún mun líta dagsins ljós á þessu ári.

Gert er ráð fyrir því að hvert ráðuneyti tilnefni tengilið sinn í þessa vinnu og setji saman tveggja til þriggja manna teymi sem starfi með sérfræðingi/ráðgjafa við undirbúning og framfylgd verkefnisins. Ríkisstjórnin telur mikilvægt að Stjórnarráðið fari fram með góðu fordæmi, dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda í eigin ranni og vinni að því að kolefnisjafna Stjórnarráðið sem fyrst.

Þá munu stofnanir hins opinbera geta notið góðs af þessu starfi og fengið ráðgjöf um hvernig þær geti markað sér stefnu og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Fleiri fyrirmyndir er einnig að finna hjá þeim ríkisstofnunum, sveitarfélögum og fyrirtækjum sem þegar hafa riðið á vaðið og markað sér loftslagsstefnu. Starfinu verður stýrt af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna