fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Björn bendir á misræmi Samfylkingar í borg og á þingi

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 5. febrúar 2018 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, kemur með athyglisverða nálgun á Landsréttarmálið í pistli á heimasíðu sinni, er hann ber það saman við úrskurð umhverfis- og auðlindamála um að fella úr gildi ákvörðun borgarstjórnar, um að synja tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina við Klapparstíg 19 og Veghúsastíg 1:

„Nefndarformaður Samfylkingar á þingi vill rannsókn vegna brota á stjórnsýslulögum, nefndarformaður Samfylkingar í borg segir tilganginn helga brot á lögunum.“

Þá segir Björn einnig:

„Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar kemur fram að ekki einungis hafi rannsókn málsins hjá borginni verið verulega áfátt heldur hafi rökstuðningur ákvörðunarinnar verið ófullnægjandi hjá umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar undir formennsku samfylkingarmannsins Hjálmars Sveinssonar. Er aðild Hjálmars að meðferð málsins hjá skipulagsráði og í borgarstjórn auk þess talin orka tvímælis enda hafi opinber ummæli hans verið til þess fallin að draga í efna óhlutdrægni hans.“

 

Þá vitnar Björn í grein Morgunblaðsins í dag, þar sem Hjálmar er inntur svara, hvort hann hafi hugleitt að segja af sér vegna þessa máls, þar sem hann hafi brotið rannsóknarskyldu, skyldu til rökstuðnings og taldist hlutdrægur, allt í bága við stjórnsýslulög.

Hjálmar svarar:

„Minn hlutur í þessu máli er fyrst og fremst að standa fastur á því að vernda gömul hús. Ég hef aldrei dregið dul á það að ég tel ótækt að rifa þessi gömlu hús þarna. Ég er húsafriðunarmaður og stend við það.“

 

Um svör Hjálmars segir Björn:

„Þarna helgaði tilgangurinn sem sé meðalið! Hvað segir Helga Vala um þetta? Eða umboðsmaður alþingis? Er ekki líka starfandi umboðsmaður borgara á vegum borgarstjórnar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk