fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Ragnar Þór bendir á tengsl ASÍ og fjármálakerfisins : „Þversögn verkalýðshreyfingarinnar“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2018 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífuryrði geysast nú á milli forystu ASÍ og VR og mætast þar stálin stinn, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Kveikjan að þessu kalda stríði nú er komandi formannskosning Eflingar í apríl. Gylfi sagði afskipti Ragnars af formannskosningu Eflingar vera án fordæma, en Ragnar styður framboð Sólveigu Önnu Jónsdóttur, meðan uppstillingarnefnd Eflingar teflir fram Ingvari V. Halldórssyni, þar sem sitjandi formaður til 18 ára, Sigurður Bessason, hyggst ekki gefa kost á sér. Er þetta fyrsta formannskosning Eflingar í sögu félagsins, sem telur tuttugu ár.

Ragnar Þór hélt erindi á baráttufundi Sólveigar og sagði þar að hvorki hann né aðrir í forystu VR, stæðu á bakvið framboð Önnu. Hann styður þó Önnu til góðra verka, eða líkt og hann sagði á fundinum:

„Ef þessi hópur nær í gegn þá verða stórkostlegar breytingar. Ég held að það sé ekki nokkur spurning.“

Ragnar Þór hefur lengi gagnrýnt forystu ASÍ, fyrir að vera ekki í tengslum við almenning og ekki vinna nægjanlega vel að hagsmunum almennings á vettvangi kjarabaráttunnar.

Þessu til stuðnings birtir Ragnar brot úr Morgunblaðsviðtali frá árinu 1999 við Herdísi Dröfn Baldvinsdóttur, sem skrifaði doktorsritgerð um tengsl fjármálakerfisins og verkalýðshreyfingarinnar, á Facebooksíðu sinni:

„Almenn niðurstaða mín er sú að fjármálaleg og raunverulega pólitísk völd hafi færst í ríkari mæli í hendur ASÍ og VSÍ og sameiginlega hafa þessi samtök verið ríkjandi í hagstjórn Íslands síðast liðinn áratug á meðan áhrif stjórnmálaflokkanna hafa minnkað að sama skapi. Aðalleiðtogar ASÍ hafa myndað náin fjárhagsleg tengsl við fulltrúa atvinnurekanda innan stjórna almenna lífeyrissjóðskerfisins og ýmissa einkafyrirtækja. Sú þversögn virðist hafa myndast að ASÍ sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur en fyrir félagsmenn sína. … Til þess að fá sem mestan arð af fyrirtækjum sem lífeyrissjóðir hafa fjárfest í þá er algeng leið að halda kaupgjaldi niðri. Eignarhald hinna almennu lífeyrissjóða í fyrirtækjum gæti því leitt óbeint til þess að ASÍ sé tilleiðanlegra til þess að halda launum niðri til þess að sjóðir geti vaxið þeim mun meira. Þetta er hin eiginlega þversögn. Félögin eru stofnuð til þess að vinna að sem bestum hag félagsmanna en eiga vegna fjármálatengsla við atvinnurekendur erfitt um vik.“

Í lokin spyr Ragnar :

„Hversu vel eiga þessi orð við í dag?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum