fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Gulli Helga sagður ætla í framboð með slagorðið „Gulli byggir betri borg“ – Gefur ekki kost á sér

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 15. janúar 2018 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gulli Helga byggir ekki betri borg í þetta skiptið

Samkvæmt Litlu frjálsu fréttastofunni er hart lagt að Gunnlaugi Helgasyni, fjölmiðlamanni og smið, að bjóða sig fram undir nýjum lista í komandi borgarstjórnarkosningum. Er sagt að hann muni fara fram undir slagorðinu „Gulli byggir betri borg“ með vísun í sjónvarpsþætti hans, „Gulli byggir“.

 

 

 

Eyjan hafði samband við Gulla vegna málsins þar sem hann neitaði þessum fréttum afdráttarlaust:

 

„Þetta er nú algert bull. Við vorum að grínast með þetta vinirnir í matarboði á laugardaginn og ég minntist á að ég væri nú með gott slagorð í þetta, Gulli byggir betri borg, en þetta er nú fullbrött frétt. Mér líður bara vel þar sem ég er. Það voru reyndar einhverjir sem sögðu þetta nú ekki vitlausa hugmynd, ég gæti farið langt á slagorðinu, en ég hugsaði með mér nei, þetta væri nú ekki minn tebolli. Ég hef auðvitað skoðanir á öllu, en ég er í góðri stöðu í Bítinu, er með vettvang þar til að ræða um allskyns hluti og ný sjónarmið,“

sagði Gulli hlæjandi.

 

Jón Axel  Ólafsson fjölmiðlamaður, er maðurinn á bak við Litlu frjálsu fréttastofuna, en þeir Gulli eru góðir vinir og muna margir eftir útvarpsþætti þeirra á Bylgjunni forðum daga, Tveir með öllu. Var því um vinahrekk að ræða í þetta skiptið, en slagorðið er óneitanlega grípandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt