fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Eyjan

Elon Musk varar við þriðju heimstyrjöldinni

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. september 2017 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk. Samsett mynd/EPA

Elon Musk forstjóri Tesla og SpaceX segir gervigreind verða líklegan orsakavald þriðju heimstyrjaldarinnar. Hann ekki áhyggjur af kjarnorkutilraunum Norður-Kóreumanna né hryðjuverkum, það sem veldur Elon Musk hins vegar áhyggjum er gervigreind.

Musk hefur lengi látið sér samfélagsmál varða, hefur hann hvatt til að mannkyn einbeiti sér að því að dreifa sér um vetrarbrautina til að eiga síður á hættu að deyja út, einnig hefur hann miklar áhyggjur af áhrifum tækni og gervigreindar á samfélag manna, og hefur hann hvatt stjórnmálamenn til að skoða borgaralaun.

Sjá einnig: Elon Musk: Vélmennin munu gera ykkur atvinnulaus

Musk sagði í einni af nokkrum Twitter-færslum í gær að Norður-Kórea „ætti að vera neðarlega á listanum yfir áhyggjum varðandi tilvistaráhættu siðmenningunnar.“

„Samkeppni um að ná yfirburðum í gervigreind meðal ríkisstjórna heimsins mun að mínu mati líklegast orsaka þriðju heimsstyrjöldina.“

Spá Musk kemur í kjölfar ummæla Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem sagði:

Gervigreind er ekki aðeins framtíð Rússlands heldur alls mannkynsins. Hver sem verður leiðtogi á þessu svæði mun verða leiðtogi heimsins.

Musk segir að ríki muni gera hvað sem er til að ná þeim ríkjum sem skara nú fram úr þegar kemur að þróun gervigreindar:

Ríkisstjórnir þurfa ekki að fylgja venjulegum lögum. Þær munu öðlast gervigreind með því að ógna byssu að fyrirtækjum sem þróa hana, ef það er nauðsynlegt

Mark Zuckerberg forstjóri Facebook er ósammála Musk og segir kenningu hans „frekar óábyrga.“ Musk svaraði honum og sagði að skilningur Zuckerberg á málefninu væri „takmarkaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína